Það skiptir máli hvað er skattlagt

Ég heyri oft hagfræðinga og stjórnmálamenn tala í trúarbragðatón um afleiðingar skattahækkanna. Talað er um að skattahækkanir hægi á tannhjólum viðskiptalífsins og ekki ætla ég að véfengja það.

Það skiptir hins vegar miklu máli hverju er hægt á og hverju er ekki hægt á.

Hækkun tryggingargjalds er dæmi um vonda skattahækkun vegna þess að það vegur beint að atvinnustigi í landinu. Hækkun tryggingagjalds er líkleg til það skila sér í hækkun atvinnuleysistalna.

Hátekjuskattur hefur annarskonar áhrif. Hann dregur úr neyslu hátekjufólks og þá líklega fyrst og fremst á innfluttum lúxusvarningi eða eyðslu erlendis. Hátekjuskattur er því líklegur til að spara gjaldeyri en hefur líklega einnig áhrif á atvinnustig til hins verra.

Leikur með fasteignamat þar sem það er hækkað og lækkað eftir atvikum eins og nú hefur verið gert leiðir til skattheimtu sem hvorki tekur tillit til tekna né neyslu. Leiðir til jaðaráhrifa sem getur lent með mjög ósanngjörnum hætti á lágtekjufólki.


mbl.is 130 þúsund á fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Svo er spurning hvort sykurskatturinn komi til með að draga svo úr gosdrykkjaneyslu að gosdrykkjaframleiðendur þurfi að fækka fólki. Þetta er allt mjög vand með farið og hvert skref getur haft öfugar afleiðingar.

Hinsvegar er ljóst að einhverstaðar verða að koma inn tekjur og þar er erfitt að finna trygga leið.

Offari, 19.6.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sæl Jakobína. Mig vantar aðstoð þína til að senda tölvupóst til allra alþingismanna þar sem ég fer fram á að sparað verði til muna í utanríkisráðuneytinu, fækka sendiráðum ofl, í stað þess að ráðast að okkur öryrkjum. Málið er að ég sendi dreifibréf fyrir rúmri viku þar sem ég skoraði á alþ. menn að beita sér fyrir auknum stuðningi við Evu Joly en láðist að vista það= missti allt úr tölvunni.

Með fyrirfram þökk.

Þráinn Jökull Elísson, 19.6.2009 kl. 22:34

3 identicon

hvað með fyrirtæki einsog lántaust eiga þessi fyrirtæki að geta verið í einkaeigu þegar þau sjá um að setja fólk á vanskilaskrá gegn beiðni lögfræðinga og banka

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Þráinn kýki á það.

Já Offari ég hugsa að skattaleiðin sé heppilegri en niðurskurðarleiðin en slæm samt.

Já Kristján það er mjög undarlegt að einkafyrirtæki skuli hafa leyfi til þess að setja fólk á vanskilaskrá og fá auk þess greitt fyrir að gera það. Það er vægast sagt undarlegt að einstaklingar skuli geta grætt á því að setja aðra á vanskilaskrá. Hugsa að það væri í flestum siðmenntuðum ríkjum brot á lögum um persónuvernd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.6.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband