Hafðir að fíflum

Michael Hudson prófessor og hagfræðingu velkist ekki í vafa um vonda samninga Ríkisstjórnarinnar en hann segir í viðtali við DV

Það eru engin lög innan Evrópusambandsins sem kveða á um að Ísland þurfi að gera þetta.

Bresku samningamennirnir höfðu þá íslensku einfaldlega að fífli með því að gera ríkið ábyrgt fyrir skuldum í einkageiranum, ábyrgð sem Íslendingar geta engan veginn staðið undir.

Mögulega þyrftu fimmtíu þúsund fjölskyldur að flytja úr landi til að ná því svokallaða jafnvægi sem bresk og hollensk yfirvöld krefjast," segir Hudson í samtali við DV.

Fjölmargar fjölskyldur munu þurfa að eyða öllum sínum sparnaði og loks missa heimili sín.

Fjöldi starfa tapast. Allt til einskis. Þessar fórnir eru ekki nauðsynlegar.

Ísland þarf færan sérfræðing í alþjóðalögum, eða einfaldlega einhvern sem er vel að sér í því hvernig samningaviðræður í viðskiptum á alþjóðavettvangi ganga fyrir sig. Spurningin er, verður Ísland sjálfstætt eður ei?"

Sjálfri er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna Ríkisstjórnin velur þessa leið. Leið sem hver heilvita maður sér að gengur aldrei upp fyrir þjóðarbúið.

 Og hvað kom fyrir Steingrím? Ég hef heyrt fjölda manns tala um að hann sé eins og umskiptingur eftir að hann settist í stjórnarráðið.

Getur einhver frætt mig á því hvers vegna Steingrímur hagar sér eins og hann hafi verið yfirtekinn samfylkingaranda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er einmitt það sem mér finnst einna furðulegast og staðfestir grun minn um að verið sé að fela einhvern ógurlegan sannleik - sem við verðum varla upplýst um í okkar lífstíð.

Svo finnst mér furðuleg ummæli Hudsons um þetta jafnvægi sem næst með brottflutningi 50 þúsund fjölskyldna, hvað á hann við?

Arinbjörn Kúld, 20.6.2009 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband