Valtýr fastur

Jón Kaldal er hissa á því að Eva Joly skilji ekki íslenskt réttarkerfi. Skilur einhver íslenskt réttarkerfi? Lítið bendir til þess að Valtýr Sigurðsson skilji sum af grundvallaratriðum ekki bara íslensks réttarkerfis heldur allra sem réttakerfa sem eiga að standa undir nafni.

Jón Kaldal segir m.a.:

Dómsmálaráðherra kýs hins vegar að hafa að engu ráðgjöf Joly um að víkja beri Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara frá, enda opinberaði sú ráðgjöf mikið þekkingarleysi ráðgjafans á íslensku réttarfari. Og það er auðvitað hið vandræðalegasta mál sem ekki er hægt að láta eins og hafi ekki átt sér stað.

Er ekki líklegra að Valtýr sem situr sem fastast þótt hann geti á engan vegin sinnt starfskyldum sínum vegna vanhæfni hafi takmarkaðan skilning á tilgangi réttarkerfisins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eva Joly mun segja sig frá þessu sem ráðgjafi ríkisstjórnarinar 100%. Þegar það gerist munu ráðmenn þjóðarinar ekkert skilja hvað henni standi til og fjölmiðlarnir munu fylgja með þeim straumi.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband