Er verið að tryggja Íslandi skuldirnar en ekki eignirnar á móti?

Þórdís Ingadóttir dósent í lögum telur ekki tryggt að Íslenska ríkið fái eignir Landsbankans til þess að láta upp í skuldir.

Sérfræðingar sem skoðað hafa Icesave-samninginn telja hann vera eitthvað það versta sem þeir hafa séð í samningagerð.

Með Icesave-samningurinn er farið inn á ný svið í samskiptum evrópskra þjóða. Sterk og herská ríki innan Evrópu ráðast að lítilli þjóð og beita til þess alþjóðastofnunum. Eru Íslensk yfirvöld tilbúin til þess að taka þátt í þessari óhæfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bendi á pistil Eyglóar Harðardóttur, sem einmitt spurði Jóhönnu Sigurðardóttur að þessu á Alþingi í fyrradag. Jóhanna gat ekki staðfest að eignir Landsbankans yrðu til ráðstöfunar upp í Icesave skuldbindingarnar. Samt er þetta helsta ástæðan fyrir því hvað þetta eru góðir samningar...

http://eyglohardar.blog.is/blog/eygloh/entry/899073/

Sigurður (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 15:51

2 identicon

Úr grein eftir undirritaðann ,,Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið'' sem birtist 6.júni 2004 Þessi grein sýnir að þessi þróun er ekki tilviljun þetta plan hófst með EES samningnum og það er merkilegt að fylgjast með umæðunni núna hvað fólk er vitust eftir á.

,,Uppsveifluna í efnahagslífinu má rekja að mestu leyti til uppbyggingar á Reykjavíkursvæðinu sem varð til vegna landsbyggðarflóttans sem hefur verið mikill síðustu tvo áratugina. Hornsteinn þessarar þróunar, (landsbyggðarflóttinn annars vegar og fjármagnsstreymið til uppbyggingar hér syðra hins vegar) var lagður með kvótabraskkerfinu sem tryggt var svo í sessi með aðildinni að EES-samningnum, áratug síðar. Þetta gerði hinum fáu útvöldu kleift að fjármagna mestu búsifjan af mannavöldum í sögu þjóðarinnar. Alls kyns spákaupmennska hefur rutt sér til rúms síðustu árin þar sem arður er gerður úr væntingum og greiddur út í milljörðum til réttra aðila. Þetta hefur verið að gerast í íslensku atvinnulífi og nú síðast í sjávarútveginum á Akureyri, sem tekið sé dæmi.

Sameiningarferli íslenskra fyrirtækja undir nafninu ,,Hagræðing" er eingöngu til þess fallið að fyrirtækin geti haldið sjó á meðan þau eru að ná þeim stærðum á markaðinum að þau verði góður fjárfestingarkostur fyrir stóru erlendu fjárfestana sem bíða handan við hornið. Lykillinn til að ná þessum markmiðum endanlega er innganga okkar í ESB svo að erlendir fjárfestar geti eignast hér áhrif og völd í framtíðinni í okkar annars auðuga landi. Með inngöngunni myndu hinir fáu útvöldu áskotnast mikið fé við að selja auðlindir íslensku þjóðarinar ásamt réttindum til lands og sjávar sem þeir hafa verið að sölsa undir sig síðustu misserin gegn vilja þorra landsmanna.'

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband