Ræður Ríkisstjórnin hvað er í matinn

Skuldarar hafa áhyggjur af því að þeir þurfið að afsala sér frelsi.

Kona sem situr uppi með gríðalegar skuldir vegna myntkörfulána segir á Vísi

"Okkur er boðið upp á greiðsluaðlögun sem þýðir að einhver maður verður umsjónaraðili hjá okkur og segir okkur hvað á að vera í matinn og hvenær við megum fara með börnin í bíó og svo eftir fimm ára greiðsluaðlögun þá er okkur boðið upp á að skulda 110 % af verðmæti eignarinnar, en nota bene, við áttum helminginn í húsinu þangað til bankarnir og stjórnvöld eyðilögðu íslenskt hagkerfi."

Fá fyrrverandi bankastarfsmenn vinnu við að hafa umsjón með þeim sem þeir plötuðu til þess að taka myntkörfulán?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þú mátt fá þér sykurmola með kvöldkafinu fyrst það er laugardagur.

Offari, 20.6.2009 kl. 19:51

2 identicon

Ég mundi gjarnan vilja fá vinnu sem slíkur umsjónaraðili.

Björn I (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Offari

Þetta er atvinnuskapandi.

Offari, 20.6.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kannski fá fyrrverandi bankastarfsmenn vinnu við að hafa umsjón með þeim sem þeir plötuðu til þess að taka myntkörfulán.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.6.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sovét - Ísland loksins komið - og verður lengi. Mitt ráð til þessarar konu, láttu þetta flaka og kjóstu svo með fótunum.

Arinbjörn Kúld, 21.6.2009 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband