AGS keyrir þjóðarbúið fram af bjargbrúninni

Lífeyrissjórðirnir eru eign þeirra sem hafa byggt þá upp. Heyrst hefur að verið sé að taka lán úr lífeyrissjóðunum til þess að setja í verkefni fyrir stórverktaka.

Það eru þá væntanlega ríki og sveitafélög sem taka þessi lán en greiðslugeta þessara aðila er mjög vafasöm og því má ætla að lífeyristjóðirnir haldi uppteknum hætti með áhættufjárfestingar.

Þegar kemur að því að ríkið þarf að fara að greiða Hollendingum og Bretum upp í Icesave-samningin verða skuldabréf til þessara aðila, þ.e. ríkisins eins og hver önnur "junk bonds".


mbl.is Ekki krafa um þjóðnýtingu lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sammála þér!

Mér líst ekkert á þetta tal um að taka lífeyrissjóðina og henda þeim í atvinnubótavinnu. Það er verið að tala um það að taka heim fé sem er í traustri ávöxtun erlendis og setja það í svokallaðar "arðbærar framkvæmdir" svo sem að bora í holt og hóla og leggja vegi á ólíklegustu stöðum, líklega til þess að fólkið geti flutt burtu með góðu móti...

Jón Bragi Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

"Lífeyrissjóðirnir eru eign þeirra sem hafa byggt þá upp". Hvernig fannstu það út? Fólk fær borgað brotabrot af því sem það borgar í þá á meðan yfirmenn þessara sjóða lifa kóngalífi á kostnað sjóðsfélaga. Það væri líka fróðlegt að sjá þátt sjóðana í hruni krónunar. Með kveðju

Sveinbjörn Eysteinsson, 22.6.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband