Mikil andstaða við drápsklyfjar Icesave

Ekki veit ég hvort Steingrímur er leynifélagi í samfylkingunni en málflutningur hans er farin að vera skuggalega líkur hræðsluáróðri samfylkingarinnar.

Það besta sem gæti hent þjóðina núna er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn myndi hypja sig úr landi og að til valda komist einstaklingar sem sjá aðrar lausnir en að safna drápsklyfjum.

Samfylkingin er búin að valda þjóðinni gríðarlegum skaða allt frá bankahruninu. Aðgerðarleysi hennar í atvinnumálum og þjónkun við alþjóðagjaldeyrissjóðinn er að rústa innviðum samfélagsins.

Forsætisráðherrann lætur sig síðan ekki muna um að stíga fram og boða ölmusustjórnarfar til handa þeim sem búið er að rústa.

Samfylkingin situr föst í draumórahugarfari 2007.


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Og samt jók Samfylkingin fylgi sitt í kosningunum....ertu að segja að Íslendingar séu fífl?

Púkinn, 26.6.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Púki, neinei, bara þriðjungurinn... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Púki ég kaus samfylkinguna árið 2007 og mér líður nákvæmlega eins og fífli.

Fæ stundum martraðir út af þessum hálfvitahætti í mér.

EN....ég hef það mér til málsbóta að ég kýs þennan flokk ALDREI aftur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.6.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband