Hvað veit Sigurður Líndal um afstöðu Evrópuþjóða?

Og hvern fjandann kemur það málinu við. Icesave samningurinn leggur drápsklyfjar á þjóðina. Þegar búið er að rústa velferðakerfinu, heimilunum og atvinnulífinu eigum við þá að vera svo glöð yfir jákvæðri afstöðu Evrópu.

Þegar enginn í landinu nema útlend stóriðja á gjaldeyri til þess að flytja inn olíu og annað sem þarf fyrir útflutningsgreinarnar vegna okurvaxtabyrði við erlenda aðila skiptir afstaða Evrópu engu máli. Svo einfalt er það.

Það er ógnvekjandi að vera með fólk í ábyrgðarstöðum sem getur bara hugsað um eitt í einu.


mbl.is Sigruð þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ógnvekjandi, já. 

Elle_, 27.6.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband