Ég er að fara að mótmæla Icesave á Austurvelli

...og ég vil líka fá að vita hvers vegna Ríkisstjórnin þarf að taka að láni tæpa 1000 milljarða.

Fjárlagahalli sem þarf að fjármagna á þessu ári er um 150 milljarðar. Hvað ætlar ríkið að gera við restina af láninu?

Ef ríkið ætlar að láta hundruð milljarða liggja í gjaldeyrisvaraforða þá kostar að um 50 milljónir á dag Í GJALDEYRI...

Halli ríkissjóðs skýrist að mestu af þessum vaxtakostnaði vegna erlendra lána...

Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu sem á eftir að kosta mörg mannslíf er fórn sem Ríkisstjórnin ætlar að færa til þess að þóknast alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Ríkisstjórnin er að velja að greiða 90 milljarða í vaxtakostað og ætlar að slátra velferðarkerfinu til þess.

Til þess að Ríkisstjórninni sé leyft, af alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að gera þennan díl sem á engan hátt eykur lífsgæði í landinu er hún tilbúin til þess að rústa atvinnulífinu í landinu með okurvöxtum.

Já það er varasamt að vera með fólk við völd sem getur bara hugsað um eitt í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ég tek fyllilega undir þetta.

Elle_, 27.6.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband