Handtekinn fyrir illa meðferð á tveim löggum

...
mbl.is Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sannarlega rétt. Hann var ekki handtekinn fyrir illa meðferð á varnarlausu dýri. En þegar hann ræðst á löggur sem hafa allt ríkisvaldið sér til varnar þá er hann handtekinn. Það segir allt sem segja þarf.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góð !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.6.2009 kl. 00:49

3 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Ótrúlegt hvað margir bloggarar detta í þá gryfju að blogga fyrirsögnina. Stundum er það í lagi ef fréttin er léleg en það sem vakir fyrir blaðamanninum með þessari fyrirsögn er að vekja athygli á illri meðferð á varnalausu dýri. Ég vona allavega að þessi dýraníðingur fái þunga refsingu því það er allt of mikið af þessum viðbjóðum.

Óli Sveinbjörnss, 28.6.2009 kl. 01:02

4 identicon

Það er sorglegt til þess að vita að maður skuli frekar handtekinn fyrir að láta illa við lögguna, en að fara illa með dýr.  Annars hefði hann í versta falli sloppið hundlaus og spældur frá málinu.

En reyndar fáum við aldrei að vita hvað gert hefði verið við hann ef hann hefði ekki ráðist á lögregluna.  Vonandi handtekinn og látinn standa rækilega fyrir máli sínu.

núll (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 01:06

5 identicon

Sigurður: Hvar í forgangsröðinni viltu hafa það ef einhver ræðst gegn þinni persónu í þinni vinnu?

Bjarki (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 01:06

6 Smámynd: Eygló

Ég sé þetta ekki sem "annaðhvort eða" og ekki heldur "dýr eða maður" og ekki heldur "hundur eða löggur"

Þessi maður er af einhverjum ástæðum óalandi og óferjandi og ekki hæfur til að umgangast aðrar lifandi verur!!!

Eygló, 28.6.2009 kl. 02:16

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það þarf enga skotgrafarpólitík hér. Ágætt að taka tillit til manna og dýra. Efa þó að hann fái þó aðra refsingu vegna hundsins en að hundurinn sé tekinn af honum og kannski sekt.

Annars skil ég ekki fólk sem nennir að eiga dýr til annars en að hugsa vel um þau.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.6.2009 kl. 03:09

8 Smámynd: Eygló

og þá fólk sem á börn sem það.....

Eygló, 28.6.2009 kl. 03:12

9 Smámynd: Guðjón Ólafsson

þetta er ljótt mál en nú eru yfirvöld með ekki boðlegar dýrageymslur eins og fljótdalshérað þar er Dýrageymslan í gömlum frystigám rýmið sem hundarnir eru lokaðir inni er gluggalaust og ekki meira en svon 1,5 fermetrar á stærð.

Þetta er besti pyntingaklefi  sem völ er á og þarna tók Héraðsdýralæknirinn á Austurlandi  atferlismat og skapgerðamat á hundi okkar eftir að hún hafi verið ásökuð fyrir að hafa Glefsað í formann golfklúbbs Fljótdalshéraðs að hans sögn við höfum ekki fengið að sjá ennþá áverkavottorð eða nein gögn um málið en Dýralæknirin dæmdi dýrirð klikkað í hausnumenda búið að pynta hana í þessum klefa í nærri sólarhring.

Og  sagði við okkur að við fengjum ekki hundinn aftur og sagðist vilja svæfa hana seinna um kvöldið .

hérna er slóð inn bloggfærslu um þetta mál  http://gutti.blog.is/blog/gutti/entry/888429

Guðjón Ólafsson, 28.6.2009 kl. 07:13

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Bjarki: Mér finnst einfaldlega að hefði átt að handtaka manninn fyrir slæma meðferð á dýri sem kom upp áður en hann réðst á lögguna. Í nafni dýraverndar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband