Á Icesave að bjarga kvótakóngunum?

Hversu oft ætla kvótakóngarnir að ræna íslenskt samfélag?

Á heimasíðu Credit Info er haft eftir Jóni Daníelssyni að eignir Íslendinga erlendis verði gerðar upptækar í stórum stíl náist ekki samkomulag við Hollendinga og Breta um Icesave. Jón Daníelsson heldur því einnig fram á RUV að peningar íslendinga safnist fyrir á reikningum erlendis og veiki það krónuna.

Sagt er frá því á Eyjunni í dag að Icelandic vörumerkið hafi mjög sterka stöðu í Bandaríkjunum. Icelandic USA er dótturfélag Icelandic group. Stærsti hluthafi (98%) í Icelandic group er Eignarhaldsfélagið IG. Hluthafar í Eignarhaldsfélaginu IG eru m.a. Brim og Hraðfrystihúsið Gunnvör. Áður fór Björgólfur Guðmundsson fyrir stórum hlut í Icelandic Group

Um starfsemi Icelandic Group segir m.a. á heimasíðu þess:

Icelandic Group er alþjóðlegt net sjálfstæðra fyrirtækja sem starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu á sjávarfangi. Í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Danmörku og Þýskalandi eru framleiðslufyrirtæki sem umbreyta vörunni verulega áður en hún er seld til viðskiptavina, en þess utan er að finna sölu- og markaðsfyrirtæki með vörur sem tekið hafa litlum eða engum breytingum frá uppruna sínum. Sölu-og markaðsfyrirtækin eru í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Japan. Auk fyrrgreindra fyrirtækja á markaðnum eru fyrirtæki sem sjá um öflun aðfanga og ýmsa þjónustu, en þau er að finna á Íslandi, í Noregi, Hollandi, Kína og S-Kóreu. Icelandic Group er einnig með umfangsmikla frumvinnslu á hráefni á sínum vegum.  Um er að ræða nokkur fyrirtæki í Kína og Taílandi.

Kvótagreifarnir hafa rústað byggðalögum í landinu, flutt fullvinnslu sjávarfangs úr landi og nú má spyrja hvort Ríkisstjórnin sé að tryggja hag þeirra erlendis með því að rústa hag almennings með Icesavefjötrum.

Hvað líður annars innköllun kvótans?

Er búið að þagga niður í stjórnmálamönnum með höfðinglegum gjöfum? Ég spyr í ljósi reynslunnar og að gefnu tilefni.

Með Icesave-samningnum er verið að redda fámennum hóp sem þarf að vaða í peningum og til þess er Ríkisstjórnin tilbúin til þess að fórna af ósegjanlegri grimmd velferð þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hluthafaskrá ICG

Tíu stærstu hluthafar þann 5. janúar  2009 voru:

1. Eignarhaldsfélagið IG ehf. 97,93%
2. Grettir eignarhaldsfelag ehf. 0,53%
3. FAB GmbH 0,42%
4. TM fé ehf. 0,27%
5. Landsbanki Luxembourg S.A. 0,27%
6 Hf. Eimskipafélag Íslands 0,16%
7. Straumur Burðarás 0,13%
8. BOM Fjárfestingar ehf. 0.07%
9. Fjárfestingarfélagið Grettir ehf. 0,05%
10. Nýi Glitnir Banki hf. 0,05% hf.

Júlíus Björnsson, 29.6.2009 kl. 03:02

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spurning líka hvort þetta er ekki ástæða ofveiði? Flytja Fullvinnsluverðmæti úr landi.

Innkalla kvótanna og byrja allt upp á nýtt. Skuldþrælar með of langan skuldhala er auðvelt að setja á uppboð. Gott á þá sem oflánuðu. Sérhver atvinnu fjárfestir tryggir sig og fjölskylduna sína fyrir áföllum. Hættum að gráta, eins dauði er annars brauð. Viðrum að frelsa heimili og fyrir tæki úr skuldafjötrun. Ný skuldlaus koma undan hamrinum. 

Uppstokkun á útfluttning og innfluttning [80% ES] gæti reynst afar góður fyrir þjóðina í heild.

Leggja niður verðbréfahöll nota stærri úti í heim sem vilja.

Júlíus Björnsson, 29.6.2009 kl. 03:15

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Júlíus það helst í hendur ofveiðin, stórskip og fullvinnslan.

Banna hreinlega útflutning á óunnum fiski. Að innkalla kvótana þyrfti að skoða fyrst og fremst á stærri skipin og skoða um leið hverjir væru með smærri kvótana, í hvað þeir væru notaðir og flokka síðan niður. 

Nota smákvótana sem hagstjórnartæki þannig að það væri hvatning að veiða á smærri báta og aflinn yrði fullunninn í landi. En setja þyrfti í gang svona alvöru vertíðir eins og voru fyrir nokkrum árum. Ég hef komið á suma þessa staði sem ég  var að vinna og þeir eru bara algjörlega dauðir. Tildæmis Flateyri og Raufarhöfn.

Uppstokkun já á útflutningi og innflutningi með hliðsjónir á íslenskum verðmætum. 

Verðbréfahöllin er svo dálítið mikil vinna að far í gegnum. Einkum vegna þess að ríkisverðbréf og ríkisskuldabréf geta verið hagstjórnartæki. Spurning hvort að svoleiði ætti að fara í gegnum Seðlabanka eða inn á markað í gegnum Verðbréfahöll?

Guðni Karl Harðarson, 29.6.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbréhöll að mínum mati er hluti af new-sósíalisma EU. Einkavæða-Ríkisfyrirtæki. Sem áður vor skilgreind sem óarðbær þjónustufyrirtæki og til að tryggja jöfn tækifæri, allra. Óaðrbær var samdóma álit þess siðferðis sem ríkti.

Til þess að minnka bókhaldslegar skuldir Ríkissjóðs [kemur betur út í kosningum] þá kemur einkavæðing inn og Ný-Ríkisfyrirtækin og sveitarfélög selja aumingja saklausu lánastofnunum EU skuldabréf til að fjármagna sig. Á móti koma oft samningar við Ríkistjórnirnar um tekjur.

Engin kallar samkeppni hækkanir : Skattahækkanir.

Samkeppni síðustu áratuga í EU það er á Íslandi hefur leitt til hækkunar að mínu mati fyrir neytendur. Fákeppni er ábyrgðarlaus. Eðlileg samkeppni er verðstöðugleiki því hún er heiðarleg.

Júlíus Björnsson, 29.6.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband