Icesave hækkar um 800.000 kr. á tíu mínútum

Var að skoða Iceslave klukkuna.

800.000 á tíu mínútum

en það þýðir:

4.800.000 á einum klukkutíma

115.000.000 í einn sólarhring

Sextíu MS sjúklingar eru á biðlista eftir lyfi sem dregur úr og kemur í veg fyrir fötlun og veikindi.

Kostnaður við Icesave í sólarhring dugar fyrir árskammti af lyfjum fyrir alla MS-sjúklinga sem eru á biðlista eftir lyfinu.

Já hendur Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors eru blóðugar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þær eru því aðeins blóðugar ef íslenska þjóðin samþykkir að greiða skuldir þeirra.  Þá erum við eina þjóðin í heiminum sem tekur að sér að greiða skuldir einkafyrirtækja.  Aðrar þjóðir láta þau fara á hausinn.  

Það heitir kapítalismi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

HFF. Við verðum að koma af stað byltingu er það ekki?

Arinbjörn Kúld, 2.7.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Elle_

Ég tek undir allt að ofanverðu.

Elle_, 2.7.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Helstu vandkvæðin við byltingarmöguleikann er sá að allt fagfólkið í þeim bransa, gekk fyrir björg frjálshyggjunnar og endurfæddist sem litlir Hólmsteinar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband