Reyna að blekkja þingmenn um Icesave

Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi mér eftirfarandi:

Umsögn fulltrúa IMF á Íslandi í þá veru að Hollendingar og Bretar hafi fallist á lækkun á umsömdum ICESAVE vöxtum úr 6.7% í 5.5% í ljósi verri skuldastöðu Íslands en reiknað var með sl. október er augljóst rugl.

Og til þess fallið að koma í veg fyrir að íslenzk stjórnvöld kalli eftir viðræðum og endurmati skv. 16. gr. ICESAVE samningsins við Breta og samsvarandi grein í samningnum við Hollendinga.

Það væri fullkomlega óábyrgt fyrir Alþingi að samþykkja að óendurskoðuðu
máli ICESAVE samning sem byggði á allt öðrum forsendum en Alþingin hafði aðgang að eða vitneskju um þar til í þessari viku!


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki mark átakandi #ónafngreyndum virtum hagfræðingi#

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Satt segir þú Ólafur Sveinsson en það er einmitt ljótur ávani Jóhönnu Sigurðardóttur að vitna í ónafngreinda sérfræðinga.

Þessir sérfræðingar Jóhönnu haf oftar ein einu sinni reynst vera hlaupadrengir útrásarhyskisins og málpípur erlendra lánadrottna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.7.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hollendingar sögðust hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir óeðlilega starfsemi LB í Hollandi. Fjármáleftirlitið [starfsmenn] gerðu allt sem þeir gátu til að bakka upp féflettingar skjólstæðinga sinna. Væntingarloforð um ávöxtun sem fæst ekki staðist. Hafi það verið vafamál er svo ekki lengur. Glæpurinn er sannaður. Bretar og Hollendingar hafa fyrsta og síðast orðið á sínum mörkuðum. 

Spurningin er hvort hann fyrnist á 7 árum. Afleiðingar fyrir heimilin: þjóðina fyrnast aldrei slíkur er skaðinn. Nú þegar farin að stytt lífslíkur þeirra sem minnst mega sín.  

Sumir hagfræðingar eru ekki með ágætis einkunn eða hágreind. Sumir eru með hjarðeðli. Sumir eru mannbleyður.  Ég þekki nokkra sem standafyllilega undir nafni.  

Júlíus Björnsson, 3.7.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband