Stjórnvöld eru búin að eyðileggja framtíð barna okkar

Glæpamafían sem hefur stjórnað landinu rústaði fjárhag þess og eyðilagði framtíð barna okkar. Svo einfalt er það.

Það er ekki hægt að tala um að eitthvað hafi skollið á íslandi, að hér hafi orðið náttúruhamfarir. Nei það var bara þannig að á einum degi í haust urðu afleiðingar græðgi, spillingar og þjófnaðar ljósar.

Samfylkingin ber nú áfram kyndil sjálfstæðisflokks og ætlar að sjá til þess að landið verið gjörsamlega efnahagslega óbyggilegt fyrir afkomendur okkar.

 


mbl.is Framtíðin utan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjölmenningarsamfélag og Bónus þannig er öll EU  og mengun umtalvert önnur en fyrir 40 árum. Jafningjar mínir í EU þegar ég var ungur maður öfunduð mig af nánast allt öðrum uppvexti en nokkur þeirra hafði kynnst. Ísland var öruggt. Ungafólkið finnur lítinn mun erlendis nema hvað á mörgum stöðum er betra að búa efnahagslega en á Íslandi fyrir almenning. [Ísland gæti verið ríkasta þjóð í heimi:hráefnisútflutningur]. Eu regluverkið hefur skilað sínu. Fólk mun ríkara mæli ekki snúa aftur til Íslands ef starf býðst í EU. Ekkert sem togar það heim. Kaupmátturinn úti gerir það að verkum að fólk hefur efni á því að koma hér í fríum 1 til 2 kynslóðir.

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón Frímann skilur þú sjálfur það sem þú ert að segja?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2009 kl. 21:26

3 identicon

Sammála Jakobína, glæpaklíkur og glæpsamlegir stjórnmálamenn hafa eyðilagt framtíð okkar lands og unga fólksins  og lífslíkur okkar sem eldri eru.

Hafa komið landinu  í þrot. Og Halldór Ásgr. á bara að halda kj... halda sig fjarri . hann á MIKLA sök á því hvernig komið er. og allt hans hyski.

DisaP (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 21:45

4 Smámynd: GunniS

já, eftir allt þetta, þá fer maður að sjá að peningar eru ekki allt, og maður spáir í hvort maður ætti að fara svo langt og fylgja fordæmi jesú og selja allt mitt, og ná mér í kufl og ganga með guði, það er bara svo kalt að eiga bara kufl á íslandi. lífið yrði samt æðislega einfalt ef maður gæti lifað úti í náttúruni .

GunniS, 11.7.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

GunniS veðrið fer nú hlýnandi á Íslandi en ég er hræddum að lítið verði varið í að ganga um náttúrunna þegar að alþjóðafyrirtæki í boði Hollendinga, Breta og Kanadamanna eru búin að reysa hér stóriðjur og virkjanir um allt land. En það virðist vera á óskalistanum hjá stjórnvöldum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: GunniS

já kannski, en lífið verður kannski pinu skárra ef fólk hefur atvinnu, það er pælingin bak við álverin, annars var ég að spá í það sem einn sagði, að við verðum meira segja að flytja inn efni til að búa til net til að veiða fisk. og einnig flytjum við inn öngla.

er ekki upplagt að búa til annarskonar verksmiðjur en álver , eins og verksmiðju til að búa til efni í net. og önglaverksmiðju.  bara hugmynd.

GunniS, 11.7.2009 kl. 23:19

7 identicon

Hvers vegna nefnir enginn þann möguleika að gjaldþrot íslenska ríkisins er framundan?  Er það ekki nákvæmlega það sem gerist þegar kynslóðir fara út, skattprósentann hækkar - s.s. kakan minnkar en afborganir hækka?

En hver væri afleiðing slíks greiðslufalls?  Eru ekki auðlindir áfram hér við strendur, raforka af hálendisám og einhver verðmætasköpun?  Er ekki full ástæða til að ætla að hér geti allt virkað - þó svo að sumarfríið yrði dýrara?  Steingrímur J. biður menn um að gæta orða sinna; eins og að verið sé að tala um eitthvað skelfilegt í sömu andrá og þetta er nefnt.  Í stystu máli get ég ekki séð að neitt annað breytist en að við fáum enn hærri vexti á okkar lán "vaxtapremíu"... sem þá gerir lítið annað en að skrúfa niður eignaverð og gerir kröfu um vandaðri vinnubrögð bæði í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum. Okkur veitir ekki af hvorugu.

Greiðslufall Bretlands og Bandaríkjanna (í þessari röð) er væntanlega næst á dagskrá. Það gæti orðið mikil fjárhagsleg uppstokkun á heimsvísu framundan. Vonandi endar það á friðsælan hátt allt saman.

Kannski er ástandið hér bara alveg bærilegt; rétt eins og við upphaf kreppunnar þá vorum við bara nokkrum skrefum á undan hinum.

Þrándur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 23:26

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrándur Ísland er nú þegar komið í þrot og aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða allar að því að hleypa hér að alþjóðafyrirtækjum til þess að hirða auðlindir Íslendinga.

Finnst ykkur aðlaðandi sú hugmynd að Hollendingar og Bretar og aðrir verði hér með völd og að börnunum ykkar bjóðist eingöngu láglaunastörf í stóriðjuverum?

það er algjör barnaskapur að halda að þessar vinaþjóðir sýni Íslendingum einhverja linkind. Lítið bara til reynslunnar.

Ef einhver ætti að tala varlega þá er það Steingrímur Joð sem gasprar nú út í eitt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2009 kl. 23:40

9 identicon

ég sé ekki hvernig það er búið að eyðileggja framtíð barnanna frekar en hvað annað. þau ganga í skóla eins og þau hafa gert hingað til. þau hafa aðgang að internetinu og geta því keypt (eða ekki keypt) nánast hvaða bækur sem er og geta því lært það sem þau vilja á eigin spítur. og síðan geta þau flutt til útlanda! þetta kalla ég bjarta framtíð. fjölmiðlum virðist hafa tekist að drepa alla bjartsýni fólks.

og hvaða málið skiptir þetta með stórfyrirtækin sem hingað koma og sölsa undir sig náttúruna? Kínverjar og Indverjar munu leita í vestur eftir vatni eftir 200 ár í mesta lagi, hvort sem er. þeir sem ekki átta sig á því búa við mikla óskhyggju. nú í dag er fólk þegar að kljást við vatnsskort þar. nokkrar sólarrafhlöður sem barack obama er að setja upp, og nokkrir vetnisbílar á Íslandi, breyta því á engan veg. þessi heimur er að fara til fjandanns hvort sem fólki líkar betur eða verr. og þitt barn mun ekki breyta neinu og mun ekki finna uppá neinu til að redda málunum. sorry. raunar er þitt barn bara sina á bál of mikillar fólksfjölgunar. (ég er að ávarpa lesanda en ekki bara höfund færslunnar.)

en það breytir því ekki að þitt barn á sér alveg bjarta framtíð, eins og vikið var að í fyrstu efnisgrein. vertu samt ekki of viss um framtíð barnabarns, eða barnabarnabarns þíns.

ari (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 23:43

10 Smámynd: GunniS

eina sem við höfum í raun að bjóða, er að leifa útlendingum komast að auðlindum, þeir vilja tryggingu fyrir að peningar sem þeir leggja í framkvæmdir skili sér.

en störf í álveri hefur ekki verið talin láglaunastörf, ég gæti lifað vel af þeim launum,. skilst samt ég gangi ekki fyrir með störf í álveri því ég er karlkyns. 

hvað með framtíðina. þá er þetta í 3 sinn á minni æfi sem ég verð atvinnulaus í lengri tíma. og ég hef oft hugsað það að íslensk stjórnvöld eru ekki að huga að mannauði í landinu og skapa hér nóg af störfum , það hef ég fengið að kynnast. 

GunniS, 11.7.2009 kl. 23:48

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

ari þetta er einmitt áhyggjuefnið. Við erum að éta afkomendur okkar út á gaddinn. Þegar ég segi börnin okkar á ég við framtíðina sem afkomendur okkar þurfa að búa við.

Stjórnvöld eru haldi skammtímahugsun andskotans og hugsa nú um það eitt að redda rassinum á sjálfum sér.

það er málið í hnotskurn.

Við, öll, hvert og eitt okkar berum ábyrgð og okkur ber, ef við höfum skilning á því sem er að gerast, að beita andófi.

Þetta er mitt framlag

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2009 kl. 23:49

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já GunniS stjórnvöld hugsa ekki um að skapa lífsskilyrði fyrir fólkið í landinu heldur hugsa þau fyrst og fremst um að þjóna fjármálakerfinu og alþjóðavæðingunni.

Ástæðan fyrir því að þú er atvinnulaus er að orkuverin sem gætu skapað þúsundir starfa í fjölbreyttum iðnaði fara í stóriðju sem skapar 50 til 100 störf.

Samningarnir við stóriðjuna eru þannig að áhættan af starfseminni er lögð á íslenska skattgreiðendur og íslensk ríkisfyrirtæki. Eins og er þá erum við að tapa á orkuverunum. Við værum að græða á þeim ef orkan færi ekki til alþjóðafyrirtækja.

Almenningur tapar einfaldlega á stóriðjunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2009 kl. 23:56

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og þetta með önglanna og netin er dálítið fyndið og sýnir mikla forheimskun.

Hvernig dettur fólki í hug að Ísland geti ekki aflað tekna og flutt inn það sem til þarf í iðnað?

Það er nóg af erlendum mörkuðum sem vilja kaupa íslenskar vörur, greiða fyrir þær í gjaldeyri sem hægt er að nota til þess að flytja inn nauðsynjar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2009 kl. 00:03

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hráefni kosta í byrjun 1 kr á kg. Á bryggju 10kr. á kg. 1000% hagvöxtur eða virðis auki. Svo kemur fullvinnslan og skilar 50 kr á kg. sem er bara 500% virðisauki.

[Gleymist að 50 kr 500% hærri en tíu krónur.

Birgir  75 kr á kg.   sem er 50% hækkun. [gleymist  að 75kr eru 50% hærri en 75 krónur.

Svo er smásalinn eftir og skatturinn. Skrælingjarnir sem læra of mikið [meir en minnið leyfir] eða ekki neitt, hafa alltaf keypt köttinn í sekknum.

Hráefnis, vatns, og orkuflutningur frá heimmarkaði gerast af illu eða heimsku..

Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 03:34

15 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Álverin eru nú samt að bjarga því sem bjargað verður nú um sinn en ég er sammála að við þurfum fleiri egg í körfuna og fjölbreyttari. Það sem mér finnst einnig mjög mikilvægt núna er að tryggja að eitthvað af þessu áli sem mun verða til í Helguvík verði eftir til fullvinnslu á einhverri framleiðslu hér heima. Við erum allavega mjög samkeppnisfær með mannauðsstundir núna vegna gengisins. Þannig getum við aukið virðisaukann töluvert. Bara að leggja höfuðið í bleyti og komast að því hvað væri sniðugt að framleiða hér á landi úr álinu. Notum okkur það sem orðið er, við höfum ekki annað.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.7.2009 kl. 06:21

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tökum ríku stóru þjóðirnar til fyrirmyndar sendum stóriðjuverin til ómerkilegri samfélaga. Látum framboð ráða eftirspurn og uppsprengdu verði eftir fullvinnslu okkar. Vinna minna og græða meira spara auðlindaforðann.

Í kjölfar IMF kemur sníkju-auðmagn, fyrst þarf að dæla inn fjárfestingarauðmagni á góðum kjörum. Ofur skuldsetning Bananna Elítanna gerir eftirleikin auðvelda. Hún með allt niðrum sig finnst best að illu sé best aflokið og semur um hvað sem er stimamjúk og undirgefin.  Bakreikningur fyrir fjárfestingar auðmagnið og fullkomin sníkju-auðmagnsfesting. Grunneignarhaldið verður tæknilega óbreytt því engin hugsar betur enn eigandinn um eign sína. Ha, Ha, 

Það eru stofnanirnar [ráðuneyti og eftirlit] sem skipta máli í Afríku. Vitandi að sumum er ekki gefið að breyta því sem þeir skilja ekki.  

Þegar þjóð er orðin rík getur hún leikið Jólasvein.      

Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 06:52

17 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þegar fólk er að huga að flutning erlendis er 3 atriði sem vega oftast þyngst.

1. Heildartekjur

2.Skattur

3.Verðlag

Á þennan mælikvarða er Ísland ekki samkeppnisfært og verðu varla í langan tíma.  Það má ekki gleymast að íslenskur mannauður verðu okkar kostnaðarsamasta  útflutningsvara næstu árin.  Höfum við efni á að mennta okkar besta fólk til þess eins að vinna og borga skatta í okkar samkeppnislöndum? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.7.2009 kl. 08:56

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA hafa um langan tíma sóst eftir asískum og indverskum mannauði. Ætli elíturnar í EU fari ekki að hugsa sinn gang. Neyðin kennir nakinni konu að spinna.

Gamli norðurevrópski hábrennslu kynþátturinn kostaði um 3800 hitaeiningar á sólarhring. [ Laun jafngilda þá verði 7600 hitaeininga] Sá frá heitu Arablöndum kostar kannski um 1200 sem er nóg á færiböndunum. Í Asíu er fólk  enn neyslugrennra en nákvæmni og hraði megin eiginleikar. Maó leysti vandamálið með þungavinnu með fjölda einstaklinga.   [Slítandi vinna krafist líka betri prótína sem telst líka með í rekstrakostnaði iðjuvera;óþarfi í dag]

Ég sá í sænsku sjónvarpinu þátt um breytingarnar í Kína. Í einu héraði var 15000 manna sérháskóli einungis fyrir rafmagnsverkfræðinga. Þeir sögðu að sá tími kæmi fljótt að þeir myndu hala inn flestum nóbelsverðlauna höfum.

Við eru ekki öll eins og alls ekki þjóðin að sumra mati.

Það er margar hliðar á einu mái og heimur Risanna er Íslendingu flestum framandi.

Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband