Sérkennileg heimska í þingheimum

Árni Páll Árnason sat í bankaráði Búnaðarbankans þegar bankinn lánaði Björgólfunum 6 milljarða. Hálft andvirði kaupa þeirra í Landsbankanum. Og Árni Páll tók ekki eftir því að 6 milljarðar voru færðir af reikningum Búnaðarbankans til ríkisins í nafni Björgólfsfeðga.

Hvað var Árni Páll að gera í bankaráði?

Merkilegt að þegar þingmenn eru spurðir út í spillingu þá bera þeir alltaf fyrir sig heimsku.

 


mbl.is Klækjabrögð eða nauðsyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

Hvað er Árni Páll að gera á þingi og þar sem félagsmálaráðherra ?                      Hann er spilltur og á að seigja af sér

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 14.7.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Í Árna tilviki er hugsanlegt að það sé rétt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott innlegg hjá Ómari eins og svo oft áður en merkileg spurningin þín um það hve það er algengt að þingmenn bregði fyrir sig heimsku þegar þeir eru spurðir um alvarleg málefni! Mér finnst það reyndar engum tvímælum orpið að þeir sem verða berir af slíku, jafnvel frammi fyrir sjálfum sér eins og í tilviki Árna Páls, eigi að segja af sér!

Ef þingmaður sýnir vanhæfni í einhverjum af þeim trúnaðarstörfum sem varða þjóðarhag þá höfum við nákvæmlega ekkert gagn af viðkomandi inni á þingi!!! Það hlýtur að liggja í augum uppi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 01:02

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innleggið Vilhjálmur

Takk fyrir innleggið Ómar.

Skarpir!

Rakel auðvitað höfum við ekkert að gera með vanburða einstaklinga á þingi. Verst að þeir virðast ekki taka tillit til þess.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband