Vék frá hefðbundnum blekkingum orðræðunnar

Michael Hudson skrifar um hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er beitt til þess að bjarga bönkum sem hafa lánað óskynsamlega. G-20 hefur samþykkt að bæta einni trilljón dollara í IMF (hvað sem það er nú mikið sennilega skrilljón íslenskar krónur). Hann lýsir því hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að vinna að velferð sænskra og austurískra banka sem hafa verið að springa undan lánum til austurevrópskra landa, þ.e. Ungverjalands, Lettlands, Litháen, Eistlands og Ukraínu.

Þessi lönd eiga nú að fylgja skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjósins. Skilyrðin eru að kreista nægilega mikið fjármagn út úr íbúum landanna til þess að greiða erlendum lánadrottnum. Og endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með því að leggja þungbæra skatta á vinnu þeirra og iðnað, auka þar með kostnað og gera þau þannig enn meira háð erlendum lántökum og innflutningi.

Lán eru veitt ríkisstjórnum skuldugra ríkja til þess að „styrkja gjaldmiðilinn og auka stöðugleika."

Kannast einhver við þetta orðalag sem stjórnvöld og þá ekki síst Gylfi Magnússon éta upp eftir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, já ég endurtek „til þess að styrkja gjaldmiðilinn og auka stöðugleika." Kannski hefur nafngift ríkisstjórnarinnar og Gylfa Arnbjörnssonar á „stöðugleikasáttmála" verið fengin hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

En Michael Hudson segir um svona aðstoð: Í reynd þýðir þetta að milljörðum er hellt inn á gjaldeyrismarkaði til þess að gera léleg veðmál gegn þeim sem standa fyrir árásum.

Áhrifin í reynd af lánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru að skuldug ríki fylgja þungbærum skilyrðum sjóðsins sem kæfa heimamarkaði þeirra. Þetta skýrir hvers vegna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var orðin svo gott sem verkefnalaus þar til í fyrra að heimskreppan skall á og raskaði gjaldeyrismörkuðum.

Því er haldið fram að það sé aðeins tilviljun að þau ríki, Bretland og Bandaríkin, sem eru stærstu hluthafar í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru einnig helstu lánadrottnar hinna skuldugu landa.

Gordon Brown sem hefur verið undir miklum þrýstingi vék frá hefðbundnum blekkingum orðræðunnar þegar hann tilkynnti að hann væri að beita Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þrýstingi til þess að bjarga Bretum vegna deilu við íslenska eigendur bresks banka sem fór í þrot. Hann var í stöðu til þess að vita um flækjur þess hverjir skulduðu hvað og hverra þjóða fjármálayfirvöld voru ábyrg fyrir hvaða bönkum.

Þannig að þegar Gordon Brown sagði að hann væri að beita Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðrar stofnanir þrýstingi til þess að þvinga íslensku ríkisstjórnina til þess að greiða fyrir mistök ríkisstjórnar hans þá hlýtur hann að hafa vitað að hann var að brjóta hin óskráðu lög um að menn skuli láta eins og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé ekki þjónn lánadrottnaríkja í tvíhliða deilum við minni efnahagskerfi.

Michael Hudson segir einnig:

But fears remain that Iceland’s government will be pressured to squeeze out money from the economy to reimburse foreign speculators on the winning end of the many bad gambles that Iceland’s banks made before being de-privatized.

Michael Hudson gefur ekki mikið fyrir eignamat Landsbankans:

The government then commissioned two British accounting firms to survey the loan portfolios of Landsbanki and Kaupthing to evaluate their assets at “fair value.” But much as the U.S. stress test surrendered to the banking system’s insistence on blue-sky optimismregarding what will be left over on high-risk loans and gambles, so the Icelandic contract defined “fair value” as it would exist if the global financial collapse was completely reversed and everything went back to normal as if nothing had happened. Under this assumption the good and bad bank assets would be worth much more than is the case under today’s real-world conditions. This dangerously over-states the net worth of Iceland’s failed banks.

Sem sagt hann heldur því fram að eignamat Landsbankans byggi á þeirri forsendu að öll áhrif kreppunnar hverfi eins og dögg fyrir sólu.

It was dangerous to retain firms closely associated with major clients – and hence, their source of future business – that include the parties with whom Iceland’s government stands in a potential adversarial relationship. Another problem is political pressure for a cover-up on the part of the vested Icelandic interests that had engaged in reckless behavior, and perhaps crooked self-dealing via foreign transactions.

Hudson víkur þarna að sjálftöku sem tengjast erlendum viðskiptum og telur að pólitískur þrýstingur til yfirhylmingar, vegna hagsmuna þeirra sem höguðu sér glannalega, sé vandamál.

Sjá allan pistilinn hér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég er eins og biluð plata, en þú ert frábær að vekja máls á þessum pistli.

Staðreyndir málsins sem ég ætlað endursegja Mussu og Hagkaupsúlpufólki sem ég á eftir að rekast á tjaldstæðum landsins.

Gleymum aldrei hvað er rétt og hvað er rangt.

Og þau vísdómsorð þurfa fleiri að muna en þú.  Til dæmis allt félagshyggjufólk Íslands.

Manstu ekki, þetta fólk sem styður ICEsave Nauðungina, vegna þess að Steingrímur sagði þeim það.  Því fólki veitir ekki að smá hvatningu gegn kúgun og ofríki auðmagnsins.

Það er betra að frelsa á fjarlægum slóðum, til dæmis hjá nágrannanum í austri, en að taka til í sínum eigin túnfæti.

Hudsson á að vera ráðgjafi þjóðstjórnar Íslands.

Burt með Leppa auðmagnsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 14:09

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Renndi snöggvast yfir athugasemd mína.  Sá að ég gleymdi rest á setningu sem ég hugsaði en ekki skrifaði.  Gæti misskilist þeim sem ekki þekkja til

En það sem ég vildi sag hafa var þetta:  " Og þau vísdómsorð þurfa fleiri að muna en þú" og ég.   Vildi ég sagt hafa.

Skiptir engu máli en rétt er rétt.  Og rangt er rangt.  Líka.  Og það mætti Steingrímur Joð hafa í huga, líka.

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það sem er í gangi er rangt. Siðferðislega og lagalega rangt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband