Er Steingrímur að missa húsið sitt?

Steingrímur hefur gengið í lið með auðvaldsinnum samfylkingarinnar.

Hvað fær Steingrímur fyrir að svíkja hugsjónir vinstri grænna?

Nú gengur Steingrímur fram og viðurkennir að ríkistjórnin sé búin að klúðra efnahag landsins með aðstoð Alþjóðagjaldeyris.

Steingrímur hefur valið leið sem er auðveld fyrir hann en erfið fyrir hina. Hann þarf ekki að reyna mikið á heilasellurnar við að fara eftir fyrirmælum Alþjóðagjaldeyristjóðsins í einu og öllu. Nei og ekki ber þessi framganga vott um hugrekki. Hlýða bara óvininum og þá verður allt í lagi hjá mér en það verða aðrir sem taka skellinn.

Það er verið að selja landið undan íslensku þjóðinni og sjá til þess að börnin okkar geti ekki átt mannsæmandi framtíð í þessu landi.

Stærstu hluthafar Alþjóðagjaldeyrisjóðsins eru líka helstu lánadrottnar Íslands.

Þetta er Steingrímur búinn að fatta en hann hefur ákveðið að selja framtíð þjóðarinnar.


mbl.is Hörkubarátta framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Bara einföld spurning til þín Bína

Þarf Steingrímur að vera að missa húsið til þess að vera heiðarlegur í sínu starfi?

Kristbjörn Árnason, 14.7.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Steingrímur þarf að hafa tekist á við lífsbaráttuna til þess að skilja hvað skiptir máli fyrir þjóðina.

Steingrímur hefur lifað í vernduðu umhverfi þingsins í áratugi og þekkir ekki hvernig það er að hafa ekki efni á því að fara með börnin sín til tannlæknis.

Og hann er að svíkja þjóðina fyrir erlenda valdhafa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  • Bína, ég les gjarnan pistlana þína og er býsna ánægður með þann baráttukraft sem þar er að finna. Það vill svo til, að ég þekki Steingrím frá fyrri tíð og þó ég hafi oft verið ósammála Steingrími um ýmis mál. Þá vil ég ég bara koma því til skila til þín, að Steingrímur er ekki maður sem svíkur.
  • Það munaði  aðeins hársbreidd að ég missti aleigu mína eftir það sem gékk á 1983. Ég þekki það, að hafa fulltrúa Sýslumanns á mottunni hjá mér í mörg ár. Ég missti fyrirtæki þó það færi ekki í gjaldþrot við greiddum skuldir okkar. Fyrir rest voru þetta um 6 árslaun sem ég greiddi lánadrottnum þá þar með talinn lögfræð-ingakosnaður og dráttavextir. 
  • Þessi skuld elti mig endalaust því ég gat í raun ekki bæði greitt skuldina og leyft börnum mínum fjórum og móðir þeirra að lifa eðlilegu lífi. Þetta hjónaband endaði með skilnaði og með allri þeirri sorg sem með slíkum málum fylgja einkum fyrir börn. Þá gerði ég gerði upp mínar skuldir.
  • Foreldrar mínir gátu ekki leyft mér að fara til tannlækna og það var gríðarlega erfitt fyrir mig að greiða tannlæknareikninga og réttingakostnað á tönnum. Á þessum árum var ekki óalgengt að ungar konur misstu tennur sínar þegar gengu með börn sín. 
  • Þó ég hafi alla þessa reynslu sem þú ætlast til að Steingrímur hafi, þá er Steingrímur miklu hæfari en ég til að standa í þessu. 
Ég nýtti þessa reyslu mína til að starfa fyrir verkalýðshreyfinguna í nær 20 ár. Þá var ég formaður fyrir Stjórn verkamannabústaða í Mosfellssveit í 6 ár. Það var gríðarlega mikil vinna og erfið eftir því

Kristbjörn Árnason, 14.7.2009 kl. 15:15

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki sammála þér um að reynsluleysi Steingríms skipti ekki máli. Steingrímur er eins og aðrir gamlir stjórnmálajálkar farin að hugsa í frösum eftir að hafa talað í frösum í marga áratugi og á ekki eftir snefil af frumlegri hugsun.

Þetta myndi kannski lagast hjá Steingrími ef hann skellti sér á síld í eina vertíð en hann á ekki heima í stjórnmálum lengur. Það hefur hann sýnt t.d. með því hvernig hann hefur svikið kjósendur sína.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband