Ekki eftir SINNI sannfæringu heldur eftir FJÖLÞÆTTRI sannfæringu

Menn voru kosninr á þing til þess að vinna að vandamálum þjóðarinnar en ekki til þess að verja dýrmætum tíma og fjármunum í sundra þjóðinni með ESB hringli.

Dýrmætum tíma, orku og athygli hefur verið sólundað á altari draumsýnar samfylkingarinnar um embætti í Brussel.

Ný-frjálshyggjan tröllríður húsum í vinstrí-ríkisstjórninni sem ætti að vera fyrir löngu búin að afþakka veru landstjóra Alþjóðargjaldeyrissjóðsins hér.

Vinna að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun er hunsuð.

Ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hlýtt. Ráðum sem eru að sliga atvinnulífið og fjölskyldurnar.

Dýrmætum fjármunum er eytt í aðildarumsókn en hunsa á að bólusetja hálfa þjóðina gegn svínaflensu.

Það er óhætt að segja að sannfæring forystu vinstri grænna sé fjölþætt.


mbl.is Blendnar tilfinningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Forgangsröðun stjórnarinnar er fyrst ESB svo borga IceSlave svo láta ríkið borga allt í topp.  Þeir virðast greyma því hverjir eru ríkið, við skattgreiðendurnir eigum ekki góða tíma framundan.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2009 kl. 02:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það var virkilega áhugaver, að fylgjast með atkvæðagreiðslunni í morgun.

Ef þið hafið áhuga,,,skoðið bloggið mitt.

Er búinn, að tékka á umsögn Seðlabankans um Icesave - og skrifa um það mál.

Viti menn, allt í lagi - eða þannig :)

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.7.2009 kl. 02:18

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Takk fyrir góða pistla.  Nýfrjálshyggjan á hvergi heima nema á öskuhaugum sögunnar í svipuðum ýlduhaug og kommúnisminn og nasisminn.  

Hún á ekki heima á Íslandi.

En er að kvitta fyrir mig, skuldahalinn bíður.

Gangi þér vel í baráttunni.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 17.7.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband