Nú hefst áróður andskotans...hannaður í Brussel

Nú á að fara að telja landsmönnum trú um að þeir séu komnir í úrslitaleik á móti Króötum.

Einföld skilaboð í anda nasismans en það má auðvitað ekki segja "í anda nasismans." Ég ætla því að taka skýrt fram að ég er ekki að meina að það standi til að senda milljónir í gasklefa því slíkt gæti auðvitað aldrei skeð á hámenningarsvæðinu Evrópu. Nei það eru einföld og skýr skilaboð til heimsks almúgans sem minnir skuggalega á aðferðafræði nasismans. Við eru bara í fótboltaleik við Króatíu og við verðum að vinna. Auðvitað er þessi áróður úr herbúðum Brusselvaldsins.

ESB ríkisvaldið sem mun taka sér þau völd sem því sýnist þegar búið er að innlima samkvæmt markmiðum nýlenduveldanna sem eyðir meiri fjármunum í áróður en Kóka Cola eyðir á heimsvísu í auglýsingar.

 


mbl.is Keppa Ísland og Króatía?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er mjög glöð eftir að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB. Nú er komin framtíðarsýn sem við getum öll verið sátt við. Það hefur örugglega mörgum varið létt eins og mér þegar þessi ánægjulegu úrslit lágu fyrir, enda ekki nema von. Til hamingju við öll. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 05:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég á von á að fótboltabullurnar fari nú af stað Hólmfríður.

Sjálfri finnst mér betra að vera bara Íslendingur en ESBingur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.7.2009 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband