2009-07-18
Ég held að Íslendingar séu orðnir aumingjar
Þegar ég var lítið leit ég upp til fullorðna fólksins. Það gat bara allt og ég treysti því. Enda var þetta fólk sem var að gera allt mögulegt. Kallar sem voru að þurrka skreið. Kallar og konur sem voru að byggja upp alls konar fyrirtæki. Sumir voru í bílskúrnum en aðrir voru stórtækari.
Það vantaði svo sem ekki að það væri aðstöðumunur. Menn voru í pólitík og hygluðu að sér og sínum. En aumingjaskapurinn var ekki allsráðandi.
Núna geta menn ekki gert neitt sjálfir heldur verða þeir að fá útlendinga til þess að gera allt fyrir sig. Ríkisstjórnin vill alls ekki að menn fari að sýna neinn dug og gera eitthvað sjálfir. Nei hún vill að það komi útlendingar og byggi álver handa fólkinu. Eða verksmiðju. Og ekki geta Íslendingar lengur rekið hitaveiturnar sínar sjálfir.
Það þarf að fá útlendinga til þess að nýta vatnsréttindin og svo fá útlensk skip að flytja átappað vatn til Arabíu. Ég geri alveg ráð fyrir því að ríkisstjórnin sitji í reykfylltum bakherbergjum og velti því fyrir sér hvernig hún geti komið vatnsaflsvirkjunum í eigu útlendinga. Er reyndar hálfnuð á þeirri vegferð með því að selja 80% orkuframleiðslunnar á Íslandi til útlendinga með tapi.
Fólkinu í byggðarlögum landsins virðist líka þetta bara ágætlega því ekki kvartar það. Ekki er það að heimta að fá orkuna á sanngjörnu verði. Hví ætti það að gera það? Er ekki þægilegra að bíða eftir því að einhverjir útlendingar komi og reisi verksmiðjur heldur en að reyna að gera eitthvað sjálfur?
Svo bíður maður bara eftir að fá danska mjólk, danskt svínakjöt og franska osta á borðið.
Þeir sem fá eitthvað að borða í framtíðinni hugsa ábyggilega með sér, þegar þeir sitja við sitt alþjóðlega matarborð, mikið vorum við vitlaus þegar við vorum framleiða þetta allt sjálf hérna í heimsskautalandinu. Því í fjandanum var þessi tíu ára aðlögun fyrir bændurna. Við hefðum getað hætt þessari vitleysu mikið fyrr.
Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir fínan pistil, eins og þú veist hefur hnjáliðamýktin legið í ákveðnu flokkum
Kristbjörn Árnason, 18.7.2009 kl. 09:55
Það gæti orðið löng biðin eftir "dönskum vörum" Jakobína. Hún styttist allavega ekki. Svona er að vera í ESB. Svona mun fara fyrir sjávarútvegi Íslands. Við fáum innfluttan fisk því Ísland veður orðið svo dýrt land að engin íslensk útgerð mun geta flutt út svo mikið sem eitt tonn af fiski frá Íslandsmiðum. Íslandsmiðin veðra hinsvegar þétt setin af útgerðum erlendra þrælahaldara og Ísland orðið gjaldþrota því Íslandi þraut gjaldið sitt sem það gat ekki lengur prentað og stýrt sjálft. Búnir að verðleggja sig út af landakotinu þér og öllu samfélaginu til "Samfylkingarlegra hagsbóta" (örorkubóta)
Já þetta er mikið rétt hjá þér. Með skuldirnar standandi út um bæði eyru svo það battar, þá öskra menn á meiri og fleiri lánsmöguleika alveg án tillits til hvort einhver sé lánshæfur eða ekki. Vilja skuldsetja allt alla leið inn til anddyris Heklu og jafnvel enn lengra
=========================
Uppskera danskra bænda eyðilögð
Garðyrkjubóndinn Kaj Stengaard er hér að eyðileggja hálft tonn af þeim 50 tonnum af tómötum sem hann þarf að eyðileggja núna. Hann er með býli sitt á Fjóni. 30% af Icebreg salat uppskeru hans hefur hann þurft að plægja niður í jörðina aftur.Það er ekki samkeppnihæft við innflutt grænmeti
Þessir bændur geta ekki keppt við erlent grænmeti, til þess er Danmörk orðið of dýrt land. Einokun og fákeppni í verslun í Danmörku og flestum ríkjum ESB er gersamlega hræðileg og hana flytja Íslendingar nú inn í stórum stíl í gengum EES samninginn. Ég giska á að það séu tveir til þrír ESB dreifingaraðilar sem sjá Íslandi fyrir öllu. Einoka á Íslandi.
Í Danmörku eru það raunverulega 2-3 persónur sem ákveða hvað danska þjóðin á að borða. Það eru innkaupastjórar fákeppnisaðila markaðarins. Matvöruverslanarisinn CoOp Nordic segir að danskir bændur séu ekki samkeppnishæfir og verði að "þróa" vörur sínar (van-þróa). Þeir eru gamaldags segir Coop.
Samkvæmt nýrri skýrslu hagstofu Eurostat var matur ennþá dýrari í ESB-löndunum Danmörku, Finnlandi og Írlandi en á Íslandi árið 2008
Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2009 kl. 12:13
Ég man nú ekki betur en hér hafi kindaskrokkar verið dysjaðir um árið, frekar en að þeir færu í landann. Og eru kannski enn. Skrítin pólitík.
Rut Sumarliðadóttir, 18.7.2009 kl. 14:06
Rétt hjá þér Rut, ættum að kíkja í eigin subbulega barm af og til.
Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 14:51
Að hugsa sér að milljónir, hundruðir milljóna lifa við hugurmörk og mat er fleygt. Þetta er náttúrulega sjúk stjórnun, skiptir engu hvort það er á Íslandi eða innan ESB eða annarstaðar.
Baldur Gautur Baldursson, 18.7.2009 kl. 14:59
Jú mikið rétt Rut.
En þú gætir ímyndað þér hvernig ástandið væri ef íslenskt lambakjöt þyrfti að keppa við erlent. Þá þyrfti sennilega ekki að henda neinum íslenskum lambaskrokki því það væri enginn sauðfjárbúskapur á Íslandi - og það þyrfti því að eyða dýrmætum gjaldeyri í að flytja inn öll íslensk matvæli. Gjaldeyri sem væri t.d. hægt að nota til að kaupa inn lyf og græjur fyrir heilbrigðiskerfið
Ef danskur landbúnaður getur ekki keppt við erlendan landbúnað þá á landbúnaður á Íslandi varla mikinn séns. Enda er stór hluti landbúnaðar í Danmörku fluttur úr landi til Austur Evrópu. Það væri svona álíka ósanngjörn samkeppni eins og fyrir dönsk kolaknúin raforkuver að reyna að keppa við hitaveituna á Íslandi eða vatnsaflsvirkjanir þar. Hræddur um að Íslendingum myndi bregða við að þurfa að greiða um 100.000 íslenskar krónur í orku fyrir 120 fm hús á mánuði. Fyrri ellilífeyrisþega hér er þessi reikningur oft óyfirstíganlegur og því sitja þeir oft í kulda eða hita aðeins upp hluta af húsnæði sínu.
Engar þjóðir þola að missa undirstöðuatvinnuvegi sína.
Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2009 kl. 15:04
Já Gunnar hugsa sér að lambaket þyrfti að vera í samkeppni. Erum við ekki með besta lambaket í heimi, það er búið að klifa á því. Vilja ekki neytendur ekki það besta ?
Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 15:08
Já mér finnst einmitt sjúkt Baldur, Sjúkt að fara hér í búðir í Danmörku og sjá fisk frá Víetnam og lambakjöt frá Nýja Sjálandi, kínverska kjúklingavængi og rækjur frá Indónesíu. Ég svitna þegar ég hugsa um íslenskan landbúnað ef Ísland gengur í ESB þegar ég versla hér. Ég man þá tíð hér að íslenskt lambakjöt var hægt að fá í verslunum hér. En svo kom það nýja sjálenska og hið íslenska sást aldrei eftir það. Það hvarf bara enda vonlaust að keppa í verði við það framleiðslumagn sem kemur frá Nýja Sjálandi.
Ég svitna þó ennþá meira þegar ég hugsa um íslenskan sjávarútveg ef Ísland gengur í ESB. Því ég veit að undir evru og með mynt sem Íslendingar ráða engu um myndi Ísland verðleggja sig útaf landakortinu á nó time og enginn myndi kaupa af þeim fiskinn, því neytendum er andskotans sama hvaðan varan kemur ef hún kostar lítið. Gengisfallið á krónunni er núna að bjarga efnahag Íslands sem sjálfstæðu landi því annars væri útflutningur FULL STOPP og Ísland svo að segja gjaldþrota.
Engum Íslendingi skyldi detta í hug að ein einasta persóna í innkaupastöðu fyrritækja á smásölu- og heildsölumarkaði myndi kaupa fisk af Íslendingum bara af því að hann kemur frá Íslandsmiðum. Enginn mun gera það er verðið er "vitlaust".
Ef maður hjálpar sér ekki sjálfur sem þjóð þá gerir það enginn fyrir mann. Enginn!
Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2009 kl. 15:25
Jú Finnur:
En gallinn er bara sá að öllum þjóðum finnst sinn matur bestur. Sitt fólk fallegast og sitt vatn best. Margir útlendingar þora ekki að drekka vatnið á Íslandi. En í endanum er það verðið sem kemur vörunni ofaní innkaupakörfu almennings því annars væru Íslendingar jú ekki að þessu röfli í sambandi við matarverð.
Það er t.d. ekki hægt að selja Dönum íslenskar fiskibollur því það er of mikill fiskur í þeim og of mikið fiskibragð að þeim. Það er ekki blandað nóg af svínafitu í fiskibollurnar. Danir vilja ekki svona vöru.
Ég hef fundað með innkaupastjórum í matvælageiranum hér og veit hvað þeir vilja og hvað þeir setja útá á sumum sviðum. Þeir vilja það sem við myndum kalla drasl á sviði fiskiafurða og þær meiga ekki kosta neitt. En í þeirra augum er það sem við köllum drasl oft mikil gæði á þessu sviði.
Þetta er kallaður menningarmunur og hann er allsstaðar. Hann er oft óyfirstíganleg hindrun og það er einmitt þessvegna sem hinn innri markaður í ESB virkar alls ekki nema á pappírnum. Hann virkar ekki í praxís
Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2009 kl. 15:41
Gunnar: Hvers vegna í ósköpunum flýr þetta fólk ekki Ísland sem er svona sannfært um að allt sé betra í ESB ríkjunum? Ég hef aldrei skilið það.
En myndin sem þú sýnir af tómatabingnum segir mér miklu meira en langur pistill.
Árni Gunnarsson, 18.7.2009 kl. 16:13
Gunnar "röfl í sambandi við matvælaverð" er það aukaatriði að fá matvöru á réttlátu verði í því skyni að vernda eina hagsmunastétt ?
Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 16:32
erum við að leita að samstöðu eða hvað við fáum fyrir okkar snúð ef við göngum í þetta "bákn" - held að í upphafinu hafi "báknið" verið sett upp td á móti Leninisma, Marxisma, Hitler ofl - þjóðir sem vildu vernda að sambærilegt mundi aldrei ské aftur - í dag "við" þessir krakka snillingar viljum selja okkur - hvað fáum við ef við göngum í "bandalagið" - ég held að okkur sé illa viðbjargandi með þessa hugsun sem hefur dregið okkur á þann "púnkt" sem við nú stöndum á
þið getið farið til anskotans mín vegna
Jón Snæbjörnsson, 18.7.2009 kl. 22:38
Árni: það þorir ekki að sleppa örygginu og möguleikunum sem þín kynslóð og forfeður íslenska lýðveldisins sköffuðu okkur í krafti sjálfstæðisins. Þá gæti þetta fólk ekki valið um neitt í dag. Það væru einfaldlega engir valkostir. Það væri í ESB.
.
Góðar kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2009 kl. 23:04
Árni,
Þú ert aldraður öryrki.
Ertu að segja mér að þú sért bjartsýnn á þína afkomu næstu
ár hér á Íslandi? Ég hef nefnilega stórar áhyggjur að samdrátturinn
og fátæktin eigi eftir að bitna illa á öldruðum og öryrkjum á næstu árum.
Páll Blöndal, 19.7.2009 kl. 01:51
Páll ég verð alltaf jafn undrandi þegar ég sé hvað ESB-sinnar geta bullað út í eitt um aðild að ESB.
Ertu að segja að aldraðir og öryrkjar komi til með að hafa það betra þegar ríkistjórna Jóhönnu Sigurðar er búin að skuldbinda þjóðina upp á þessa 1000 milljarða Icesavsamninga.
Telur þú að það sé kostur fyrir aldraða og öryrkja að ríkisstjórnin skuli vera að eyða milljörðum í aðildarviðræður á meðan skorið er niður í velferðakerfinu.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur engann áhuga á öldruðum og öryrkjum.
Heldur þú að það sé boðlegt að maður sem lýgur um hagsmunatengsl sín við viðskiptalífið og persónulega hagsmuni sem tengjast ESB sé settur sem ráðherra félagsmála.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.7.2009 kl. 02:44
Hér er gott dæmi
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.7.2009 kl. 02:58
Hugsið ykkur, þeir henda matnum. Ekki má láta fátæka fólkið njóta hans.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.7.2009 kl. 03:34
ESB = Endalaust Sukk Batterý ?
Sævar Einarsson, 19.7.2009 kl. 12:36
Þetta er sorglegt Gunnar því Danir framleiða besta hráefni í heimi til matargerðar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.7.2009 kl. 18:39
Já Jakobína,
- þetta er dapurlegt. Fólk kýs með seðlaveskinu eins og venjulega. En þó hefur matur aldrei verið eins ódýr og núna miðað við tekjur. Það hlutfall af heimilistekjum sem fólk eyðir í mat hefur sennilega aldrei verið lægra en núna.
Hvort Danir hafi gott hráefni er svo að sjálfsögðu smekksatriði en flestum þjóðum finnst sinn matur bestur og sitt hráefni best, og er það bara fínt, mjög fínt.
En það leiðinlega við akkúrat þetta dæmi er það að Fjón hefur sérstöðu hvað varðar möguleika á fjölbreytni því jarðvegur, umhverfi, vindur og veður er þar þannig að það býður uppá sérstaklega fjölbreytta möguleika í landbúnaði, ostagerð, grænmeti og ávöxtum. Akkúrat þessir tómatar frá þessum ræktanda hafa boðið okkur uppá bragðmikla fallega vöru. En í staðinn er bara hægt að fá bragðlaust hraðvaxta drasl frá Hollandi og Spáni sem smakkast ekki af neinu í verslunum hér. Alveg eins hægt að éta papparusl og kemískt rusl en þann óþverra sem þaðan kemur. Þeir ná þremur uppskerum á meðan Danir ná einni. Efna-drullunni er bara dælt yfir allt draslið í nógu miklum mæli. Og verslanir kaupa bara inn það sem allra mesta draslið og selja það á okurverði. Það eru 2-3 persónur sem ákveða hvað danska þjóðin á að borða, en það eru innkaupastjórar fákeppninnar hér. Aldrei hefur verið eins leiðinlegt að kaupa inn eins og núna
Þess er nú krafist hér í Danmörku að rannsakað verði af hverju matur er orðinn dýrastur í Danmörku af öllum löndum ESB. Samkvæmt "Eurostat Price Level Study for 2008" var matur ennþá dýrari í Danmörku, Finnlandi og Írlandi en á Íslandi (miðað við kaupmátt)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.7.2009 kl. 20:12
Sæll Gunnar
Þetta er svipuð þróun og hefur verið hér í nokkur ár. Það er sífellt verið að auðvelda innflytjendum að flytja inn matvæli og verslunareigendur sem hér búa við samþjöppun og fákeppni styrkja stjórnmálamenn í stórum stíl.
Þess er skemmst að minnast að tugir milljóna styrkir samfylkingarinnar árið 2006 má rekja til Jón Ásgeirs.
Ég verð ekki hrifin af þeim heimi sem býður upp á sama bragðlausa ruslið í verslunum í öllum löndum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.7.2009 kl. 00:00
Páll Blöndal. Ætli aldraðir og öryrkjar í Lettlandi hafi það miklu betra en þessir hópar á Íslandi? Kannski misminnir mig að Lettland sé í ESB.
Árni Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.