Framtíðarsýn Jóhönnu Sigurðardóttur og framtíðarsýn mín

Jóhönnu Sigurðardóttur finnst að mig skorti framtíðarsýn. Það hef ég frá fyrstu hendi.

Ég fór að velta því fyrir mér áðan hvað skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þýða fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar. Það fylgir því svo sem ekki mikill verkur að skoða tölur. Það syrtir hins vegar í álinn þegar maður fer að velta því fyrir sér hvað tölurnar þýða fyrir framtíð þjóðarinnar.´

Í haust kynntu stjórnmálamenn glaðir fyrir þjóðinni að fjárlög yrðu hallalaus árið 2011 ef unnið yrði samkvæmt áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta hljómaði vel, hallalaus fjárlög og fáir virtust kippa sér upp og átta sig á því hvað það þýddi fyrir velferð þjóðarinnar.

Það leið töluverður tími þar til hugtakið "blóðugur niðurskurður" rataði inn í orðræðuna.

Enn er almenningur ekki farinn að átta sig á hvað þessi stórfelldi niðurskurður þýðir.

Hann þýðir að ríkið hættir að standa undir ýmissi opinberri þjónustu og að einstaklingar sem vilja njóta hennar áfram þurfi að greiða fyrir hana sjálfir.

Þeir sem ekki hafa efni á að greiða há skólagjöld fyrir börnin sín munu fá aðgang að troðfullum skólum sem stríða við mikinn félagslegann vanda.

Hinir, t.d. þeir sem hafa rænt þjóðina munu kaupa börnin sín inn í einkaskóla.

Ég las nýlega að til stæði að stofna einn slíkan í húsnæðinu sem áður var heilsuverndarstöð Reykjavíkur.

Mæðravernd verður einnig lögð niður nema fyrir þá sem geta borgað fyrir hana sjálfir. Gera má því ráð fyrir að ungbarnadauði aukist hjá þeim hluta þjóðarinnar sem hefur verið rændur en ekki hjá hinum sem rændu hana.

Aukin mismunun í boði jafnaðarmanna.

Framtíðarsýn samfylkingarinnar eða skortir hana framtíðarsýn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frmtíðarmarkmið EU eru lögbundin til að rætast.  Refsingin hjá þeim ríkjum sem brjóta lög er þvinganir hinna þangað til þær sjá að sér. Hlutfallsleg samleitni er líka lög. Sem mun þýða að meðlima ríkin eiga að hafa samleitna skiptingu útgjalda. Samaskipting er grunnforsenda aðstoðarhjálp. ? til þeirra ríkja  sem ná ekki þjóðartekjum til að greiða miðstýringunni?.   Fornangsraðað af Umboðsnefndinni.

Íslendingar eyddu hlutfallslega alltof miklu til utanríkisþjónutu og sennilega hlutfallslega miklu í alla málaflokka stjórnsýslunnar.

Jóhönnu hlýtur að dreyma vel. 

Júlíus Björnsson, 22.7.2009 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband