Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?

Moggin segir frá því í dag að Norræni frjárfestingarbankinn sé hættur að lána íslendingum vegna vanskila.

Sigurður Þórðarson sem er í stjórn Norræna fjárfestingabankans segir að ef Ísland samþykki Icesave-samninginn gæti það breytt afstöðu sjóðsins.

Það sem er stórmerkilegt við þetta mál er að Norræni fjárfestingabankinn hætti að lána Íslendingum ári 2007.

Var þá þegar byrjað að undirbúa Icesave-samninginn og viðbrögð við honum árið 2007?

Ég get ekki lesið annað úr orðum Sigurðar Þórðarsonar.

Eða bullar þessi Sigurður bara eitthvað út í loftið þegar hann talar við fréttamenn?

Eða hefur einhver beðið Sigurð um að segja þetta til þess að fá almenning til þess að trúa því að það borgi sig að borga?

Eða eru það samantekin ráð bankakerfisins (Norræni fjárfestingarBANKINN, AGS handrukkari bankakerfisins, ESB málsvari bankakerfisins, erlendir lánadrottnar og áhættufjárfestar) að reyna að hræða Íslendinga til þess að borga brúsann fyrir glannaskap bankakerfisins?

Það er líka merkilegt að erkikratinn Jón Sigurðsson hefur allsstaðar verið nálægur þar sem klúðrið hefur verið mest.

Í Norræna fjárfestingabankanum, í fjármálaeftirlitinu, í seðlabankanum og að aðstoða ríkisstjórnina við efnahagsmálin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Saari

Þakka þér fyrir gott innlegg Jakobína og að standa vaktina dyggilega.  Það er búið að safna svoleiðis liði í hræðslu áróðurherferðinni að hrikalegt er upp á að horfa.  Vert er að hafa í huga að ekki eitt einasta plagg hefur verið lagt fram í allri umfjöllun þingsins sem styður þennan hræðsluáróður.

Þór Saari, 24.7.2009 kl. 08:41

2 identicon

Laugardaginn 24. apríl, 1993 - Innlendar fréttir

Alþýðuflokksmaður boðinn í fyrsta sinn á Bilderbergfund



,,Alþýðuflokksmaður boðinn í fyrsta sinn á Bilderbergfund

ÞEIR Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra sitja nú fund Bilderberg samtakanna í Aþenu í Grikklandi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þetta í fyrsta sinn sem alþýðuflokksmaður frá Íslandi er boðinn til fundar samtakanna. Bilderberg eru samtök vestrænna áhrifamanna úr atvinnu- og stjórnmálalífi.

Davíð Oddsson forsætisráðherra var boðinn til fundarins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en hann treysti sér ekki til þess að þekkjast boðið að þessu sinni, vegna anna hér heima fyrir. Áður hafa setið fundi þessara samtaka menn á borð við Bjarna heitinn Benediktsson, Geir heitinn Hallgrímsson, Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskipafélags Íslands, Einar Benediktsson sendiherra, Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Björn Bjarnason sem áður hefur setið allmarga fundi Bilderberg samtakanna.''

Hann Jón er í þessu félagi Bilderberg og ef þú Jakobína skoðar þig um á netinu um þetta félag þá kannski vaknar hjá þér grunur hvað sé á ferðinni. Já alveg rétt meðan ég man Brown vinur okkar Íslendinga er þarna líka ásamt mörgum ö'rum þekktum aðilum.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Jakobína, þú ert alveg mögnuð. Þessir menn bulla einmitt, en ekki útí loftið, heldur eru þeir að nota fjölmiðlana til að blekkja almenning. Og fjölmiðlarnir eru kraninn sem veitir bullinu athugasemdalaust áfram.

Margrét Sigurðardóttir, 24.7.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband