Glannaskapur áhættufjárfesta keyrir niður atvinnulífið

Samdráttur í efnahagslífi tenginst mörgum þáttum sem mældir eru í starfsemi samfélgasins. Í samfélagi þar sem neytendur eru sterkir og skapa góðan markað er gott efnahagslíf. Í samfélagi sem býr við traustar atvinnugreinar er efnahagslífið gott.

Efnahagslífið í samfélagi er hluti af daglegum veruleika þeirra sem byggja það upp.

Traust og fjölbreytt atvinnulíf dregur úr hættu á samdrætti.

Ríkisstjórnin hefur spáð hagvexti á Íslandi. Þessu hefur hún spáð þrátt fyrir að hún gerir ekkert til þess að skapa almenningi umhverfi til þess að byggja upp atvinnuvegi. En hver er þá ástæðan fyrir bjartsýni ríkisstjórnarinnar.

Jú, ríkisstjórnin hefur verið að treysta á að útlendingar reddi þessu fyrir hana. Ríkisstjórnin treystir stóriðju og alþjóðafyrirtækjum fyrir velferð þjóðarinnar.

Þegar fréttir berast af því að alþjóðafyrirtæki vilji fresta byggingu álvera setur hin græna ríkisstjórn upp skeyfu og breytir hagspám sínum. Vonin um hagvöxt verður að engu.

Ríkisstjórnin hefur nefnilega valið að veðja ekki á þjóðina, almenning til þess að byggja upp atvinnulífið heldur starfar ríkisstjórnin eftir stefnu sem gerir landsmenn háða útlendingum. Útlendingum sem hafa þjóðarhag Íslendinga hvergi á lista sínum yfir markmið með starfseminni.


mbl.is Enn eykst samdrátturinn í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband