Hvers vegna var Icesave stofnað í Hollandi í maí 2008

Icesave reikningarnir í Hollandi voru stofnaðir nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið. Löngu eftir að menn vissu að Landsbankinn stefndi í þrot.

Hvers vegna?

Samfylkingin stjórnaði fjármálaeftirlitinu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vissi að Landsbankinn var á leiðinni á hausinn og hún hafði vald til þess að koma í veg fyrir stofnun þessa útibús.

Takið eftir. þetta er staðreynd:

ISG vissi að bankinn var á leiðinni á hausinn.

ISG hafði völd til þess að stöðva stofnun Icesave í Hollandi.

En hún gerði það ekki. Hvers vegna?

Hvers vegna VALDI samfylkingin þann kost að rústa samfélaginu í stað þess að beygja af leið og bjarga því sem bjargað varð?


mbl.is Gagnrýna utanríkisráðherra ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til að fylla þjóðina örvæntingu svo hún gæti "selt" okkur ESB sem töfralausn við fjármálakrísunni?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ein af stóru spurningunum í þessu öllu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Til þess að koma höggi á Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn.  Í staðinn tókst henni að koma höggi á íslenskan almúga. 

Solla hefði betur haft í huga gamla máltækið "Í upphafi skyldi endinn skoða".

Kolbrún Hilmars, 28.7.2009 kl. 18:06

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Samfó á að leggja niður. Ísland er tilraun sem mistókst.

Villi Asgeirsson, 28.7.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Seint verð ég málsvari ISG en þessi fullyrðing þín Jakobína að hún hafi vitað að Landsbankinn væri "á leiðinni á hausinn" þegar Icesave var sett á laggirnar finnst mér ganga fulllangt. Öllu furðulegri finnst mér þó sú ályktun Kolbrúnar að ISG hafi valið þann kost að bregðast ekki við til að koma höggi á Davíð og Sjálfstæðisflokkinn!

Skoðum þetta: Davíð var seðlabankastjóri og þegar Bretar voru í vafa um hvort leyfa ætti þessa bankastarfsemi kom Davíð í fréttaviðtal og fullvissaði viðmælandann um að á bak við þessa bankastarfsemi væru traustar tryggingar!

Vissi þá ISG betur en Davíð Seðlabankastjóri að Landsbankinn væri kominn á hausinn og þagði um það til að koma höggi á Davíð?

Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Mín skýring er að ég held trúverðugri og hún er sú að á þessum dögum eru bæði Ingibjörg og Davíð orðin svo "upptjúnuð" af öllum þessum útrásarhasar að þau voru blátt áfram orðin dómgreindarlaus fífl.  

Árni Gunnarsson, 28.7.2009 kl. 23:25

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Árni,  ISG átti fund með DO í mars 2008 þar sem hann skýrði fyrir henni stöðu bankanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 23:49

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í tilefni af gagnrýni Árna, þá vil ég taka fram að ég stend við orð mín. 

Kaus kvennalistann hennar Sollu frá upphafi til "æviloka" og fylgdist þar af leiðandi betur með fulltrúum þess lista en öðrum pólitíkusum.  Óvildin milli Sollu og Davíðs hófst  (amk opinberlega) þegar bæði voru í borgarstjórn.  Lengstum hafði Davíð betur og því átti Solla harma að hefna sem yfirfærðust í landsmálapólitíkina.

Afleiðingarnar ættu allir að þekkja.

Kolbrún Hilmars, 29.7.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband