Innistæðulausir frasar

Bankaleynd

Trúnaðarmál

Traust (en meina vel heppnuð blekking)

Einangrast frá alþjóðasamfélaginu

Kúba norðursins (en almenningur á Kúbu stendur sennilega mun betur að vígi en almenningur á Íslandi)

Vinaþjóðir (notað um kúgara)

Að VIÐ stöndum við skuldbindingar okkar

Björgunaraðgerðir (látið hljóma eins og greiði við almenning en er í raun banka "bail out")

Axla okkar siðferðislegu ábyrgð

Hlaupast ekki undan merkjum

Við tókum við vondu búi

Í tíð fyrir ríkisstjórnar

Verður lagt í dóm kjósenda

Of flókið til að skýra frá því

Skjaldborg heimilanna

Öflugt velferðakerfi

Vernda þá sem minnst mega sín

Styrkir krónuna (en það gerist aldrei, hún bara veikist)

Verndum þá tekjulægri

Gæta að hagsmunum

Neikvæð eiginfjárstaða (=skuldir)

Lönd sem við viljum bera okkur saman við (ekki nefnt hvaða og hvers vegna)

Rétta af þjóðarskútunna

Taka þátt í alþjóðasamfélaginu

Velferðarstjórn (um stjórn sem hefur tekið að sér að rústa sjálfviljug velferðakerfinu)

Þessi kemur frá Þórði: göngum óbundnir til kosninga

Verðum dæmd af verkum okkar....

Þessi kemur frá Magnúsi:Verðum að ganga í ESB (endurtekið í síbylju)

Þessi kemur frá Tryggva: Förum alla leið ( til helvítis)

Hilmar á þessa tvo: Allt uppi á borðum og

ÞETTA ER EKKI TÆKT Í ÞJÓÐARAATKVÆÐAGREIÐSLU

En SR segir: gríman fallin og skilaboðin standa eftir í tærri-snilld: Haltu-kjafti-borgaðu.


mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymdir einni setningu, "göngum óbundnir til kosninga". Afspyrnu leiðinlegur og ómarklaus frasi.

Þórður Þ. (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:35

2 identicon

Nú er von að þessum frösum fækki verulega, enda gríman fallin og skilaboðin standa eftir í tærri-snilld: Haltu-kjafti-borgaðu.

Auðvitað vonast maður samt eftir að einhverjir hugrakkir einstaklingar pósti sambærilegum gögnum vegna Glitnis og Landsbankans. En það breytir ekki öllu, gríman er fallin.

sr (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Jakobína: Þú gleymdir " verðum að ganga í ESB" og " við verðum að ganga í ESB" endurtekið þar til jafnvel Vinstri grænir trúa, eða hvað?

Magnús Jónsson, 1.8.2009 kl. 21:47

4 identicon

Förum alla leið ( til hevvítis)

svo er agnes með allt um landsbankann undir koddanum

Tryggvi (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:50

5 identicon

Á ég að trúa því að þú gleymir þeim al-flottasta:

ALLT UPP Á BORÐUM

Svo er það hinn, sem er ekki síður flottur:

ÞETTA ER EKKI TÆKT Í ÞJÓÐARAATKVÆÐAGREIÐSLU

Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband