Góð notkun vitsmuna

Jónarnir Steinsson og Daníelsson hafa tekið upp á því fáheyrða atferli meðal hagfræðinga að beita vitsmununum.

það er ekkert dularfullt við það að Íslendingar þurfa síst af öllu á því að halda núna að taka lán til þess að geyma ónotað í útlöndum. Láninu fylgir gengisáhætta. Lánið hefur áhrif á lánshæfismat til hins verra og lánið étur upp raunverulegan gjaldeyrisvaraforða í þeim tilgangi að búa til gervigjaldeyrisvaraforða. Það kostar tugi milljarða á ári í vaxtamun að skulda þennan gervigjaldeyrisvaraforða.

Vera AGS hér á landi eykur ekki trúverðugleika Íslands erlendis fremur en það eykur trúverðugleika fjölskyldu að vera með barnaverndarnefnd inni á gafli hjá sér.

Jón Steinsson hefur oft komið með mjög gott innlegg í umræðuna og Jón Daníelsson hefur einnig átt góða spretti.

Fræðimenn úr Háskóla Íslands hafa átt það til að stíga fram í fjölmiðlum eins og þeir séu að koma af miðilsfundi. Hafa ýmislegt að segja um framtíðina og viðbrögð fólks í kreppu sem varla er unnt að finna stoð fyrir í nokkrum fræðum.

 


mbl.is Of mikið gert úr gjaldeyrisvarasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband