Fréttir bárust af því nýlega að ríkisstjórnin ætli að endurreisa bankanna með því að leggja í þá 270 milljarða og afhenda þá svo erlendum áhættufjárfestum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill ekki að leiðrétting fari fram á vitlaust útreiknaðri verðtryggingu vegna þess að hún (verðtryggingin eða greiðslur og aukinn höfuðstóll vegna hennar) að verðtryggingin er gullnáma fyrir bankanna.
Gullnáma sem skjaldborgarfylkingin ætlar að afhenda erlendum áhættufjárfestum sem hafa keypt upp erlendar skuldir íslenskra banka. Heimilin sem skulda bönkunum verða þá notuð til þess að friðþægja lánadrottna með því að afhenda þau erlendum áhættufjárfestum sem geta haft af þeim ofurtekjur komandi áratugi vegna verðtryggingaránauðar. Áhættufjárfestar hafa keypt skuldabréf gefin út af erlendum bönkum til íslensku bankanna á 1 til 7% af nafnviði. Þessi skuldabréf munu þeir síðan nota til þess að komast yfir bankanna en ríkisstjórnin virðist hafa hug á því að friðþægja þá með því að afhenda þeim framtíð tugþúsunda einstaklinga. Verður erlendu áhættufjárfestunum falið að verja skjaldborg heimilanna. Er Jóhanna kannski búin að gera við þá leynisamning um það?
Fréttin af því að afhenda ætti lánadrottnum bankanna kom mjög skjótt. Hvaða leynisamningar eru undanfari þessarar ákvörðunar, sennilega ekki leynisamningar um skjaldborg heimilanna.
Við skoðun lánabókar Kaupþings er augljóst að það voru ekki eingöngu Íslendingar sem léku sér með fjámagn bankanna. Um það virðist hafa skapað alþjóðleg (glæpa-) starfsemi.
Bendi hér á eina flækjuna það sem við sögu koma einstaklingar eins og Jón Scheving Thorsteinsson, Mileston, Kaupþings-lánarbókar stórlaxinn Kevin Stanford, Sævar Karl, Straumur fjárfestingarbanki ofl.
Arev Capital Ltd
Arev Capital er vogunarsjóður sem var stofnaður í nóvember 2006 og er skráður í írsku kauphöllinni. Sjóðurinn tekur bæði gnótt- og skortstöður í skráðum fyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu og smásölu. Landfræðilega er áhersla lögð á fyrirtæki í Bandaríkjunum, Bretlandi og á meginlandi Evrópu en sjóðurinn fjárfestir þó víðar. Sjóðurinn er gerður upp í breskum pundum og lágmarksfjárfesting er GBP 1.000.000.
Eigendur: Ýmsir fagfjárfestar.
Eignastýring: Arev verðbréf hf.
Miðlun og varsla: Deutsche Bank
Umsjónaraðili: Fortis
Hollensk stjórnvöld staðfestu í dag (3. október 2008), að hollenska ríkið væri að yfirtaka starfsemi bankans Fortis í Hollandi og muni reiða fram 16,8 milljarða evra, jafnvirði rúmlega 2600 milljarða króna. Um síðustu helgi tilkynntu ríkisstjórnir Hollands, Belgíu og Lúxemborgar að þær myndu leggja bankanum til samtals 11,2 milljarða evra en það reyndist ekki duga til.
Arev (investment company)
Aspinal of London, Blooming Marvellous, Cruise, Duchamp, Hardy Amies, GHOST, Jones Bootmaker, Limeys, Linens 'n Things, Mountain Warehouse, Unisport
Kcaj-sjóðurinn, (er að miklu leiti í eigu Milestone) sem er rekinn af Arev í Bretlandi, systurfélagi Arev-verðbréfa, hefur keypt meirihluta hlutafjár í verslunarkeðjunni Aspinal of London sem verslar með leðurvörur. Kcaj var stofnað af Jón Scheving Thorsteinssyni og var lengi í eigu fjárfestingarfélags hans Arev áður en meirihluti sjóðsins var seldur til Milestone í fyrra. Kcaj tengist einnig Straumi-fjárfestingabanka.
Frétt frá blómatíð útrásarinnar:
Verslunin stefnir á að opna tvær stórar verslanir í London á árinu og verið er að skoða staðsetningu búðar í New York. Á næstunni setur verslunin jafnframt upp útibú í stórverslun Harrods í London. Stefnt er að því að keðjan verði farin að velta frá 5 til tæplega 8 milljörðum króna árið 2011, segir í Retail Week.
AREV, the investment firm set up by Jón Scheving Thorsteinsson, the former Baugur UK chief executive, has bought Cruise, a Glasgow-based designer fashion chain for an estimated £7 million.
The investment firm shot to prominence when it joined with Kevin Stanford, the retail entrepreneur, to buy a 70 per cent stake in Ghost, the designer label set up by Tanya Sarne.
Menn kannast við að Kevin Stanford er eitt af stærstu nöfnunum í lánabók Kaupþings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:24 | Facebook
Athugasemdir
LOL - Takk fyrir þetta. Alveg kostulegt!
Rúnar Þór Þórarinsson, 10.8.2009 kl. 16:15
Við erum skiptimynt í huga fjárfesta og stjórnmálamanna.
Arinbjörn Kúld, 11.8.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.