Steingrímur heldur uppi rökum andstæðinganna

Ég hef ALDREI horft upp á annað eins klúður og framgöngu ríkisvaldsins vegna Icesave-deilunnar.

Steingrímur lagði hausinn að veði vegna þessa samning en hefur límt hausinn fastann eftir að hafa klúðrað málinu alfarið.

Gleymum ekki að innihaldi samningsins var leynt fyrir þingmönnum og bæði Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson héldu því fram fullum hálsi að þeir hefðu náð hagstæðum samningum. Þetta hefur verið hrakið af fjölda sérfræðinga og þar á meðal einum fremsta sérfræðingi heims í skuldaskilum þjóða, Lee Buchheit.

Fjöldinn allur af staðreyndum málsins hefði getað styrkt stöðu Íslands ef Steingrímur hefði haft vilja til þess að nýta sér það. En, NEI, Steingrímur sá ekki ástæðu til þess.

Fréttin í Telegraph ber með sér að þeir sem þeir sem tóku þátt í óhæfunni voru margir hverjir Bretar eða af öðru þjóðerni en íslensku eða búsettir í Bretlandi.

Að öllum líkindum barst mjög lítill hluti þess fjármagns sem lagt var inn á Icesave nokkurn tíma til Íslands og gögnuðust á engan hátt íslenskum almenningi sem nú er rukkaður. Fjármálaráðherrann hefur aldrei séð ástæðu til þess að draga fram þessa staðreynd né heldur íslenskir fjölmiðlar sem virðast líta á það sem sitt aðalhlutverk að þjóna ríkjandi valdhöfum.

Í greininni segir einnig að Bretar eigi mjög erfitt með að standa undir þeirri byrði sem bætur til innistæðueigenda skapa. Hvað þá með Íslendinga?


mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl - Hvernig getur þú fullyrt:  "Að öllum líkindum barst mjög lítill hluti þess fjármagns sem lagt var inn á Icesave nokkurn tíma til Íslands" ?

Ertu nokkuð farin yfir í Samfylkinguna ?

Eva Joly sagði að það væri auðvelt að rekja slóð fjármuna í dag.

Af hverju er það ekki gert með þessa fjármuni í stað þess að leggjast upp á almennig hér ?

Hverjum akkúrat er verið að hlífa ? Hvaða stjórnmálamönnum  og hvaða útrásarmönnum ?

Hvaða fjármunir "losna" þegar samkomulagið verður undirritað ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð spurning Hákon:

Hvaða fjármunir "losna" þegar samkomulagið verður undirritað ?

Ég vil benda þér á að ég segi "að öllum líkindum" sem gerir það að verkum að þetta er ekki fullyrðing.

Nei ég er ekki stuðningsmaður samfylkarspillingarinnar.

Já það er auðvelt að rekja slóðina en hvers vegna hefur það ekki verið gert?

Það er stóra spurningin.

Ef ég á að giska á hvers vegna stjórnvöld miða eindregið að því að leggja þennan bagga á almenning þá mun ég giska á að það sé einmitt til þess að redda einstaklingum úr útrásarliðinu og spilltum stjórnmálamönnum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.8.2009 kl. 22:44

3 identicon

Follow the money, er sagt svo þetta er rökrétt.

Ég tel eðlilegt að almenningur geri kröfu um að þetta mál með þessa gífurlegu fjármuni sé upp á borðum.

Stjórnmálamenn þagga þetta ítrekað; en þessi Icesave umfjöllun er hreint út sagt fáránleg í ljósi þess að líklega hefði verið hægt / er hægt  að endurheimta fjármunina ef vilji hefði verið til þess.

Þú ert greinilega með sambönd. Getur þú sent beiðni um þetta á Evu Joly ? Hún þarf að vera meðvituð um þetta.

 Úr pisti Huliðnshjálmur á vef RSK:

Við blasir að ef eigi endurheimtast faldar tekjur og eignir úr skattaskjólum og ef á skortir að eignir hinna föllnu banka standi á móti gerðum kröfum munu þeir sem enga ábyrgð báru á því hruni sem hér er orðið – almenningur allur og hefðbundinn atvinnurekstur landsmanna – þurfa að greiða aukna skatta vegna þeirrar afdrifaríku meðferðar fjármuna sem virðist hafa átt sér stað hjá nokkrum tugum manna sem flestir höfðu yfir sér huliðshjálm bankaleyndar og skattaskjóla.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þða eru margir tengdir inn í þetta flókna spillta kerfi sem var búinn til af bankamönnum og lögfræðingum,Enhverjir alþingismenn gæfu verið ofnir inn í þennan vef ásamt fleirum háttsettum embætismönnum ,þannig þar gæti skýringinn verið kominn vegna hvers ekki væri búið að rekja slóð peninganna og líka sú staðreind að stutt er síðan var samið var við þessar skattaparadísir .

Þessir svokölluðu útrásavíkingar ásamt hjálparkokkum með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 16.8.2009 kl. 07:46

5 identicon

Hvers vegna að blanda Steingrími ræflinum í málið þegar greinin snýst um vanhæfni stjórnmálamanna fyrri tíma? Tónninn í greininni er sá að viðskiptahættir íslensku bankanna hafi verið kríminellir (enginn stórfrétt það!) og að stjórnvöld sem einkavæddu bankana og innleiddu regluverk ESB í fjármálum hafi ekki verið starfi sínu vaxið. Það er því hálfnöturlegt þegar verið er að skjóta sendiboða válegra tíðinda, á meðan þeir stjórnmálamenn sem mesta ábyrgð bera mæta á mótmælafundi. Einnig þóttu mér þessi ummæli Jóns Daníelssonar athyglisverð: "Iceland got its regulations from the EU, which was basically sound. But the government had no understanding of the dangers of banks or how to supervise them." Ætli sé ekki e-ð til í þessu?

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 09:18

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Sigurður ég tek undir það að það voru vitleysingar í sjálfstæðisflokki sem með ofmati á sjálfum sér keyrðu hér allt til andskotans. Samfykingin tók þátt í dansinum.

Steingrímur bregst einfaldlega vegna þess að hann hefur samþykkt að skuldsetja ríkissjóð upp fyrir haus til þess að bjarga BÖNKUNUM.

Jóhanna og Steingrímur eru að sjá um að íta þjóðarbúinu endanlega fram af brúninni og kann ég þeim litlar þakkir fyrir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.8.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband