Skapstyggð mín hefur náð athygli heimspressunnar

BlushNorskt dagblað segir frá því í dag að ég sé rasandi út í ráðherrann Kristin Halvorsen.Blush

Athyglisvert að skoða kommentin við fréttina en þeir sem kommentera fordæma flestir harðneskju Halvorsen í garð Íslendinga og benda á að Norðmönnum muni ekkert um að henda fjármunum í 3. heims ríki þar sem fjármunir eru misnotaðir af einræðisherrum. Telja sumir að litarháttur geti ráður um:

Ved å utbetale lånene hjelper du den vanlige Islending. Men som andre her har påpekt, har vel Islendingene feil farge :-((
Du burde stå i skammekroken du, til du innser hvem som er den virkelige dumrianen.
(Verst að ég veit ekki hvað dumrianen þýðir) Ég held að ég hafi örugglega ekki sagt að Halvorsen væri dumarin Blush

Samkvæmt fréttum RUV virðast Norðmenn ekki vera of ánægðir með ríkisstjórn Halvorsen.

Eitthvað í fari Þórólfs Matthíassonar vekur einnig athygli heimspressunnar en það virðast þó ekki vera skapbrestir.

En fréttamaður ABC-Nýheter vekur einnig athygli á því hvernig niðurstöður prófessorsins Þórólfs Matthíassonar virðast blása með vindinum:

I Dagens Næringsliv skrev økonomoprofessor Thorolfur Matthiasson at gjelden etter det islandske bankeventyret vil først bli uhåndterlig dersom islandske politikere stemmer nei til den avtalen som er forhandlet frem med Storbritannia og Nederland.

I fjor høst mente samme Matthiasson i Dagsavisen at krisa og IMFs krav om kutt i offentlige utgifter kan føre til masseflukt fra Island.

Ekki gott fyrir fræðimann og ekki gott fyrir háskólann sem hann tengir sig við.


mbl.is Víðtæk kynning heima og erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég kemst hvergi á blað enda aldrei skapstyggur en gaman fyrir bloggara eins og þig skaphundurinn þinn :)

Kveðja

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eitthvað verður maður nú að vinna sér til frægðar!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.8.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband