Vegið að sjálfsmynd þjóðarinnar

Það er óskynsamlegt að safna skuldum en það er ekki glæpur ef lántakandinn af heilindum ætlar að endurgreiða lánin og bera af þeim kostnað.

Íslenskar fjölskyldur sem hafa tekið mikil lán hafa ekki verið að eyða annarra manna fjármunum heldur hafa þeir verið að ráðstafa sínum eigin framtíðartekjum. Íslenskir skuldarar eru gullnáma fyrir bankanna rétt eins og erlendir sparifjáreigendur voru gullnáma fyrir bankanna.

Þeir sem hafa eitt annarra manna fjármunum eru alþjóðafyrirtæki tengd eigendum bankanna og önnur fyrirtæki sem hafa tekið vaxtalaus lán eða lán með lélegum veðum. Hið svokallaða eignasafn Landsbankans er að hluta til sett saman af útlánum með lélegum veðum, t.d tuskulagerum og þess háttar. Sumir halda því fram að í mesta lagi 10% muni innheimtast af þessu svokallaða eignasafni Landsbankans.

Þetta skilur Gordon Brown, þetta skilur Jóhanna Sigurðardóttir og þetta skilur Steingrímur J. Sigfússon. Þið skulið því hætta að segja þjóðinni að hún hafi framið glæpinn og vega að heiðri hennar.

Þeir sem frömdu glæpinn spranga um götur, koma fram í sjónvarpsviðtölum og skrifa greinar í blöð. Það er krafa þjóðarinnar að sökin verði færð til þeirra sem frömdu glæpinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Einmitt og við höfum sagt þetta frá degi eitt. En það nær ekki eyrum þeirra enda vilja þau bara hlusta á það sem þau vilja heyra.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 19.8.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband