Ríkisstjórnin tekur ekki fólksflutninga með í reikningin þegar hún reiknar út greiðslugetu Íslendinga.

Erlendur hagfræðingur hefur bent á að um 50 þúsund þurfi að flytja úr landi til þess að jafnvægisástand skapist.

Fólksflutningar eru óviss stærð en hvernig bregst fólk við:

Getuleysi stjórnvalda til þess að taka á spillingu

Auknu atvinnuleysi

Launalækkunum

Hækkun á tekjuskatti

Hækkun fasteignagjalda

Innleiðingu þjónustugjalda af ýmsu tagi

Hækkaðri greiðslubyrði af húsnæði

Hækkuðu vöruverði

Almennum óróa vegna ástandsins

Minni öryggisgæslu

Minni almennri þjónustu af ýmsu tagi

Aðþrengingu að skólum á öllum stigum

Gjaldþrotum

Félagslegum vandamálum

það er spurning


mbl.is Íslendingar sagðir flýja sökkvandi skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í rökstuðningi Seðlabankans fyrir því hvers vegna við getum borgað Icesave gerir bankinn ráð fyrir fólksfjölgun upp á ca. 2,5% ár ári!

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já menn virðast byggja spár sínar á trúgyrni ekki skynsömum ályktunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 00:28

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína og takk fyrir vaktina.

Hinn möguleikinn er þjóðarsamstaða út úr erfiðleikunum. 

Kannski fjarlægur möguleiki en samt möguleiki.  Fyrsta skrefið er að við hættum að rífast um fortíðana og veltum fyrir okkur hvað við viljum verða í framtíðinni?

Stór og fullvalda, með það að stefnumarkmiði að verða forysturíki um sjálfbæra framtíð, eða þá láta draum landráða rætast; vanmáttugir þrælar gjaldþrota fjármálakerfis.?

Í mínum huga er ekkert val.  Og þegar sjálfbæra leiðin  er valin, þá munum við fyrst og fremst missa braskara og græðgispúka, ásamt nokkrum landráðum. 

Farið hefur fé betra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.8.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ómar

Ég veit að ég hef ekki áhuga á framtíð sem festir börnin mín í þeirri niðurlægingu að greiða Bretum og Hollendingum skatt í tugi ára.

Það er það sem þeir stefna að með þessu Icesavedæmi og Alþingi virðist ætla að samþykkja það.

Hefur þessi ríkisstjórn rétt til þess að eyðileggja framtíð komandi kynslóða?

Hún virðist hafa á því fullan áhuga svo mikið er víst.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 01:21

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Mikið sammála þér.  

Tók ákveðinn vinkil á þetta sjónarmið í nýrri bloggfærslu núna áðan.

Ég óttast mjög hið Nýja Ísland græðgipúka sem okkar ágæta Félagshyggju stjórn er að endurreisa þessa dagana.  

Það sem var, það var.  Get ekkert gert til að breyta því.  En það sem verður, er val.  Get mikið eins og allir aðrir gert til að stjórna því.

Þess vegna bloggum við bæði, þó ég sé ekki að jafna mínum hlut við þinn.  Elja þín er að minnsta kosti hundrað og fimmtíu stórriddarakrossa virði, og þá er hún ekki hátt verðlögð.

En mér hugnast það ekki að margir sem vildu svo vel í fortíð og voru ágætir baráttumenn fyrir réttlátu þjóðfélagi, þar sem rödd almúgans var að minnsta kosti ekki minna virði en rödd græðgipúkans, að þeir vilja okkur svo illt í dag.

Og ég er hugsi yfir því að margir þeir sem ég átti mjög litla samleið í skoðun og lífsviðhorfum, að þeir andhæfa mjög gegn hinum  fyrirhugaða þrældómi félagshyggjunnar.  Þó hef ég alltaf talið mig vera félagshyggjumann, þó að ætt Hriflunga sé.

Hvort er hagur barna minna betur tryggður með því að eltast við það sem ég fæ ekki breytt, en vildi svo sannarlega að menn lærðu af, eða ég taki höndum saman við þá sem vilja vel, og vilja framtíð barna okkar sé sæmandi frjálsu fólki?????

Ég vil kerfið dautt, sem ól að sér misrétti og græðgi, og ómennsku, en ég fyrirgef öllum þeim sem iðrast, og sjá ljósið, og not vit sitt og gáfur til að verjast kúgun og ofríki, og læra að mistökum fortíðar.

Þegar ég byrjaði að tjá mig á netinu, þá hélt ég að mínir samherjar væru allflestir úr röðum félagshyggjuafla, en fáa ætti ég úr gömlu samtryggingarflokkunum.

Í dag hugsa ég ekki í flokkum.  Spurningin snýst um rétt eða rangt, það sem þarf að gera til að draumur okkar beggja rætist.  Réttlátt og mannsæmandi þjóðfélag.

Þess vegna rífst ég ekki um fortíðina.  Mistök hennar ættu að vera öllu hugsandi fólki ljóst. 

En þeir sem vilja endurreisa hið gamla kerfi græðgi og ójafnaðar, á kostnað barna minna, þeir eru mínir óvinir.  Það eru menn eins og Jón Baldvin og Þorvaldur Gylfa sem tala um uppgjör við fortíðina, vilja ekki ræða annað.  En á meðan eru þrælahlekkir ESB lagðir á þjóðina.  Harðstjórar og þrælahaldarar nota oft fortíðar óvini sem afsökun þess að þeir smíða nýja hlekki á þjóðir sínar.  

Hugsjónin um sameinaða réttláta Evrópu var andsvar við kúgun alræðisstefna Nasismans og Kommúnismans.  En Evrópa dagsins í dag hefur gleymt uppruna sínum og sækir kúgunarmeðul sín í smiðju þessa sömu öfgastefna.  Og í dag, eins og þá, þá eru það hugmyndafræðilegir Kvislingar heimamanna sem veita kúgun alræðisins brautargengi.  Á 60 árum hefur Evrópa ekkert lært.

Þess vegna þarf þjóðarsamstöðu gegn þessari kúgun og gegn þessum Kvislingum.  Jafnvel kvótaeigendur og framsóknarmenn eru nothæfir í þeirri baráttu í mínum huga.  Allir, óháð fortíð, eru nothæfir í baráttunni.

Allir sem vilja vel, gagnast drengjunum mínum, svo þeir þurfa ekki að halda til fjalla og berjast gegn niðurlæginu og meintri uppgjöf kynslóðar foreldra þeirra gagnvart kúgun ESB í ICEsave deilunni.  

Núverandi ríkisstjórn hefur nefnilega engan rétt til að eyðileggja framtíð komandi kynslóða.  

Græðgin og græðgiöfl komu þessari þjóð til Heljar, en það er engin ástæða til þess að láta þau öfl halda okkur þar.

En aðeins trúin á betri heim mun koma okkur þaðan.  Og sú trú mun halda því fólki, sem skiptir máli, hér á landi.  Og þá er ég að tala um þjóðina.  Hinir mega fara mín vegna.

Farið hefur fé betra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.8.2009 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband