Er jörðin flöt?

Ég var að horfa á Zeitgeist.

Er trú manna á fjármálakerfið í dag sambærileg við það sem trú manna var á flata jörð?

Það er grundvallarspurning er hvort fjármálakerfið geri Íbúum heims meiri skaða en gagn .

Þjónar það siðmenningu almennt eða þjónar það litlum hluta jarðarbúa og veldur hörmungum hjá stórun hluta þeirra?

Veldur hugmyndafræðikerfið sem tryggir fjármálakerfinu líf hnignum siðmenningar

Valdastofnanir í heiminum berjast grimmt fyrir tiltrú manna á fjármálakerfið.

Almenningur um allan heim er skattpíndur til þess að halda uppi fjármálastofnunum sem eru að springa undan sjálfum sér.

Þetta er þekkt í dag en þýðir þetta að við höfum betri valkost?

Það verður hver og einn að taka afstöðu til þessarar spurningar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var líka að horfa á myndina, núna horfi ég á Kastljósið.  Ég segi bara OMG, burt með AGS og ESB...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.8.2009 kl. 01:35

2 Smámynd: Karl Löve

Já við höfum betri valkost ef við sameinumst um þá hluti sem Venus project t.d. boðar.

Þetta eru tölulegar staðreyndir og ekkert annað sem þarna er fjallað um. En eins og venjulega þegar viðtekið kerfi er gagnrýnt þá eru hugleysingjarnir og varðhundar ríkjandi kerfis fljótir á lappirnar til að níða breytingar niður.

Þessum orðum er ekki beint til þín. EN VIÐ HÖFUM VAL SAMAN.

Karl Löve, 20.8.2009 kl. 01:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fólk er að vakna og opna augun.... gott, gott.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 01:47

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem sagt er um hræðslu við breytingar í myndinni stenst nána skoðun.

Persónulega er ég mjög gagnrýnin á það kerfi sem ríkir í dag. Það fæðir af sér græðgi og mannvonsku.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 01:52

5 Smámynd: Andrés.si

Ég var að birta dagskra tveimur tímum áður en það var að byrja. Var að horfa aftur en textað er betra, léttara.  Þú skilur núna afhverju er ég svona mikið gegn samsæriskenningum??

 Þeir nánast lýstu Ísland ofan á eftir Guatemala, bæði hvað vantar AGS og auðlyndir.

Reyndar er ég buin að ver skráður á þeira heima siðun töluvert lengi. 

Andrés.si, 20.8.2009 kl. 01:52

6 Smámynd: Andrés.si

Hins vegar er athyglisvert að enging hér á landi né erlendis vill byrta barna bókina minna.  Talað er nánast um Venus projecet úr myndini og hins vegar um vonta heims alfu, þar sem til er oj bara fangelsi, lögregla, vinna, neikvæðni, meira að segja penningur og valda barátta.

Kannski kom tími fyrir barna bókina minna.

Andrés.si, 20.8.2009 kl. 01:55

7 identicon

Er jörðin flöt? -Bjánaspurning er þetta! Auðvitað er hún flöt.

Fjármálakerfið tók yfir öll önnur kerfi og heila sumra manna líka. Einn þeirra var í Kastljósi í kvöld.

Galileo (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 02:18

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hlustaði á  Zeitgeist og næstum hver einast ályktun var í samræmi við þær sem hafa komið fram í minni skynjunum á raunverleikanum í gegnum ævina. 

Börn er látin nota reiknivél í grunmótun og byggja því ekki upp eitt sterkasta tól undirmeðvitundar til rökréttar ályktunarhæfi.

Við erum orðin þegar við höfum heyjað okkur atkvæði eða orðaforða. Lenging námstíma hefur farið stigvaxandi síðan í stúdenta óeirðunum og orðaforði að samskapi stigminnkandi. Þetta heita nýju fötin keisarans. Þetta er komin heil kynslóð af allmennt þröngsýnu gagnrýnilausu fólki sem getur ekki greint á milli og hefur skoðanir í samræmi við væntingar.  

Stöðugleiki í fjármálum er varanlegt  jafnvægi. Tekin áhætta sem ógnar þjóðaröruggi eða veldur umtalsverðu ójafnvægi í fjármálum almennings er glæpur í lagalegum skilningi allra ríkja EU. Menn sem endast í viðskiptum gera það vegna greindar en ekki vegna væntinga áhættu. Bankar gera ekki mistök því þá hrynur kerfið m.ö.o  taka ekki áhættu.  Ég er viss um að flestir sem hafa setið inni hafa framið mistök með að taka áhættu sem er glæpur þegar að áhættan skaðar annan aðila ég tala nú ekki um tekna áhættu sem skaðar þriðja aðila. Greindir taka ekki áhættu og hluti þeirra kemst upp með áhættulausa glæpi.

Á Íslandi er fákeppni þannig að 3-10 aðilar geta samstíga án þess að ræðast við ákveðið með sér að svína á almenningi og hans opinbera. Þegar allir herma eftir næsta býður það hættunni heim ef velgreindir óheiðarlegir aðilar leiða hópinn. 

Hinsvegar geta sauðir ekki valist í ábyrgðarstöður sem krefjast ákvörðunartöku sem byggir á því lámarka áhættu.

Í fákeppni þá veljast gagnrýnilausir í ábyrgðar stöður til að fylgja blindandi svokölluð hagsmunagæslu störfum í kerfi sem er skipulagt til hámarka persónulega gróða þeirra sem samþykkja ráðningarnar.

Júlíus Björnsson, 20.8.2009 kl. 02:24

9 Smámynd: Andrés.si

Kerlin verður í London og Kaupmannahöfn bráðum.  Gott væri að bjóða hann hinkað. 

http://thevenusproject.com/

Andrés.si, 20.8.2009 kl. 02:28

10 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ég horfði líka á Zeitgeist og get tekið undir margt í greiningu þeirra. Hins vegar er ég ekki sammála öllu. Trú þeirra á að tæknin geti leyst allt bara ef við afnemum peninga e r barnaleg í besta falli. Það verða áfram til frekir einstaklingar, svindlarar og glæpamenn. Eiturlyfjaneytendur eru til þótt það sé engin þörf á því fyrir einn né neinn að taka eiturlyf til að byrja með. En tæknina má nota til góðra verka (og slæmra). Ein sýn á það hvernig tæknin getur leyst málin sést í myndunum um Terminator. Önnur í teiknimyndinni um WALL-E.

Peningar eru verkfæri og þetta verkfæri hefur fætt af sér ákveðna menningu og verkaskiptingu í þjóðfélögum heimsins alveg sama hvort það eru Kommunista- eða kapítalistaríki. Atvinnuleysi, auðjöfrar og fl. er hrein afleiðing af peningakerfinu og getur ekki þrifist án þess. Peningahagkerfið er óstöðugt í eðli sínu vegna ákveðinna galla sem hafa fengist að viðgangast í því og sem menn missa iðulega tök á. Hér er ég að tala um verðbólgu (eignabólur), nafnleysi peninganna (enginn veit hver á hvað nema annað kerfi til hliðar haldi utan um það) og vexti að hluta til (leigugjald peninganna).

Það hvernig peningar eru búnir til úr engu með því að banki veitir lán er einfaldlega aðferðin við að 'prenta peninga'. Réttara væri að tala um að auka peningamagn í umferð því um það snýst málið.

Varðandi verðbólguna þá er hún versta vandamálið vegna þess að hún er ekki rétt mæld. Verðbólga í eignum (fasteignum og hlutabréfum eða t.d. kvóta) er yfirleitt haldið utan við mælingar á verðbólgu (á Íslandi er reyndar fasteignaverð í neysluvísitölu) en verðbólga á neysluvörum er nálguð með því að reikna út neysluvísitölu. Þetta gerir það að verkum að ef menn missa tökin á aukningu peningamagns og það fer í að búa til verðbólgu á eignahliðinni þá verður gífurleg eignatilfærsla í þjóðfélaginu eins og við höfum nú orðið vitni að. Þetta kemur ekki fram í neysluvísitölu. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Um þetta má mikið ræða og löngu kominn tími til að menn opni augu sín fyrir þessu. Zeitgeist fær fólk vonandi til að hugsa um þessi mál á gagnrýninn máta og leita lausna. Zeitgeist er hins vegar ekki með réttu greininguna á orsökum að mínu mati þótt myndin bendi réttilega á afleiðingar peningakerfisins eins og það er rekið.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 20.8.2009 kl. 09:15

11 identicon

Mæli með myndinni 'Money as Debt'.  Hún fer betur í peningagaldurinn, er bara 40 mín og verulega góð.  Ekkert um 'Venus' eða 'Lúsifer' alræðisríki í þeirri mynd, bara góð umfjöllun um hagfræði og bankastarfsemi.

Myndin er hér:
http://brasschecktv.com/page/135.html

Georg O. Well (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 19:36

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég setti einmitt einhvern tíma link á þessa mynd ef ég man rétt. Kíki á hana aftur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 21:00

13 Smámynd: Jón Lárusson

Zeitgeist er góð, þ.e. fyrri hlutinn. Þegar farið er að ræða Venus, þá er ég sammála Þorsteini með að þetta er helst til róttæk hugsun og þó þetta gæti verið einhver framtíðarsýn, þá erum við að horfa á einhver hundruðir ára þangað til við getum tekið Venus upp. Það er samt ekki þar með sagt að við eigum að láta fallast hendur því það er til leið út úr núverandi kerfi, en ég hef bloggað um lausnina meðal annars í þessari færslu og svo með viðbót í þessari færslu.

Það er til valmöguleiki, en hann felst í því að losa sig við landstjóra IMF og setja Icesave á ís. Við þurfum að taka upp nýtt fjármagnskerfi (í stíl við það sem ég hef skrifað um) og þegar við höfum byggt upp hagsældina á ný, þá getum við samið við Breta og Hollendinga, enda ætti þá að vera komið betur á hreint hvað það er sem við í raun þurfum að standa skil á. Þessi hraði sem allt á að keyrast í gegn á, er ekki að skila neinu nema klúðri. Við erum búin að sækja um inngöngu í ESB og það átti strax að hafa áhrif á gengið á krónunni til betri vegar (því þá værum við búin að senda skýr skilaboð um það hvert við værum að stefna) í staðinn hefur staða krónunnar versnað. Hættum að hlusta á bullið úr ríkistjórninni.

Það er alveg á hreinu að það þarf byltingu hérna, ekki eitthvað valdarán eins og sl. vetur.

Jón Lárusson, 21.8.2009 kl. 11:59

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Kjarninn er sá að núverandi fjármálakerfið er ekki gert fyrir fjöldann og ekki með hag almennings að leiðarljósi. Það er gert til þess að örfáir einstaklingar geti notað ruglingslegt kerfi og græðgi almennings til að auðgast óstjórnlega sjálfir á kostnað allra annarra, sem oftar en ekki glata öllu.

Venus Project er eini virkilegi ljóður myndarinnar,og það er alveg á skjön við andlegt heilbrigði að einblína um of á það. Myndin greinir kjarnann frá hisminu vel þegar kemur að tilurð peninga og það er fókusinn.

Gaman að sjá að fólk er nú almennt búið að kynnast þessari frábæru og áhrifamiklu heimildamynd (ef ég má kalla hana það).

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.9.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband