1120 vilja í bandalag með Norðmönnum og fer fjölgandi

Íslenska ríkisvaldið er of heimskt og forhert til þess að vinna að hagsmunum þjóðarinnar og uppfylla lágmarksskilyrði um siðferði.

1120 hafa sett sig á undirskriftarlista um ríkjabandalag með Norðmönnum

Ég birti aftur pistil frá því í gær og ætla að birta hann oftar til heiðurs íslenkum kjarnakomum

Er Steingrímur feministi eða kleptókrati?

Vinstri græn státa af femíniskum áherslum. Það er áberandi hversu fáar hæfar konur verða á vegi Steingríms J Sigfússonar.

Helst virðast höfða til hans aldnir karlmenn sem tryggir vinnukraftar en nokkrir vinir hans á eftirlaunaaldri hafa notið trausts hans. Sá elsti er 92 ára.

Það er merkilegt að þegar þúsundir af ungu hæfileikafólki af báðum kynjum gengur atvinnulaus þá sér Steingrímur fulla ástæðu til þess að láta vinum sínum sem njóta góðra eftirlauna nefndarstörf og stöður hjá hinu opinbera.

Samningarnefndin um Icesave er athyglisverð. Hana skipuðu níu karlmenn. Formaður hennar er karlmaður á eftirlaunaaldri. Ein kona átti sæti í nefndinni og átta karlmenn.

Verst að hæfileikaskortur kvenna skuli vera slíkur að erfitt er fyrir þær að komast í náð fjármálaráðherrans.

Kleptokratar hygla gjarnan að vinum sínum og misnota valdastöðu sína.


mbl.is Vilja vísa Icesave-máli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er nú gott og blessað þetta bandalag. En hvað ætlum við að legggja í púkkið, skuldir og aftur skuldir sem við ætlum Norðmönnum að borga. Er þetta ekki hugsunarháttur Íslendinga.

Finnur Bárðarson, 20.8.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held nú Finnur að öðrum þjóðum finnist nú eftir einhverju að slægjast, sbr. ESB.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Páll Blöndal

1120 manns, þetta er bara heimsveldi.
ekkert minna.

Páll Blöndal, 20.8.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Páll þeir voru orðnir 1160 síðast þegar ég gáði. Með sama hraða verða allir Íslendingar búnir að skrifa undir að ári.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 22:06

5 identicon

Finnst engum fjölmiðli það fréttnæmt að forseti NATO segir það á rúv að Ísland sé alltaf að verða mikilvægara vegna legu landsins (vegna bráðnunar norður íshellu)? Eða gengur það gegn ESB áróðrinum?

Geir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband