Þarf þá að prenta krónur

Steingrímur ætlar í mál við Kjartan Gunnarson og reyna að ná út úr honum peningum. Nú er stóra spurningin hvort að hæstiréttur geti dæmt Kjartan Gunnarsson til þess að greiða skaðabætur með útlenskum peningum.

Vandi Steingríms er jú að finna útlenska peninga til þess að greiða Icesave "lánið" sem er í raun nauðungasamningur.

Það segir reyndar í lögum að greiða megi út innistæðurnar í íslenskum krónum en Bretar greiddu innistæðueigendur bætur án þess að fá leyfi hjá Íslendingum lögnu áður en frestur tryggingarsjóðs til þess að afgreiða málið rann út.

Bretar greiddu innistæðueigendum langt umfram lágmarsskyldu þeirra sem er um 20.000 evrur eða upp að 100.000 og ætla að reyna að ná allri fjárhæðinni af Íslendingum. Gott væri ef Kjartan ætti útlenska peninga sem ekki er of djúpt á.

Ef ég væri ekki svona bláeygð myndi ég telja að Gordon Brown hefði verið búin að skipuleggja löngu fyrir hrun að krækja í það sem Ísland hefur upp á að bjóða með þessum framgangsmáta.


mbl.is Ríkið í mál vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Íslendingar eru ofdekruð þjóð sem mótmælir með því að stofna til facebook mótmæla, safna undirskriftlistum, nöldra á kaffistofum um hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? jú fær sér meira kaffi og nöldrar meira... er fólk og upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? Það er búið að brjóta niður sjálfstraust íslendinga og við erum lifandi afturgöngur og það er hlegið að okkur erlendis. Fólk er tilbúið að skella sér á allskonar uppákomur, sem dæmi mættu 30.000 manns á Fiskidaginn á dalvík, 30.000 manns ! og það mættu hvorki meira né minna en 80.000 manns á Gay Pride og þetta getur fólk mætt á en þegar það er verið að biðja fólk um að mæta til að mótmæla þá mæta nokkur hundruð hræður, t.d. mættu tæplega 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave ... eru íslendingar með öll ljós kveikt og engan heima ? Um helgina er menningarnótt og má búast við 80.000 - 100.000 manns á þá menningarnótt, það er alveg kjörið að láta þetta verða stærstu mótmæli íslandssögunar og gera uppreisn "Power To The People" Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi eða gefa því viku til að hypja sig og kalla svo eftir aðstoð frá Interpol því hérna er verið að arðræna landið með aðstoð skilanefnda sem sendir almenningi reikninginn.

http://simnet.is/freebsd/facebook1.jpg

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þetta kröftuga innlegg. Já það má virkilega velta því fyrir sér hvort að almenningur sé með kveikt á perunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.8.2009 kl. 14:35

3 identicon

"Bretar greiddu innistæðueigendum langt umfram lágmarsskyldu"

Það voru jú Íslensk stjórnvöld sem tóku þá ákvörðun að ábyrgjast allar innistæður í íslenskum bönkum ekki bara 20.000€ heldur alla! Við getum ekki neitað að borga sumum viðskiptavinum bankans og öðrum ekki!

HA (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:19

4 identicon

Hefur HA ekki  rétt fyrir sér?

Agla (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Íslendingar greiða skatt í Íslenskan ríkissjóð sem veitir þeim rétt á að þessi sami ríkisjóður grípi inn ef það verða hamfarir. Ég er alfarið á móti því að ekki var sett þak á íslenska innistæðueignir en það breytir því ekki að Bretar sem ekki borga skatt á Íslandi eiga ekki kröfu á þjónustu sem er borin uppi af íslenskum skattgreiðendum, nema þá að takamörkuðu leyti.

Þetta sjónarmið gildir líka í Bretlandi. Breska ríkisstjórnin hefur ekki komið á móts við þá sem áttu innistæður utan hennar lögsögu t.d. á Isle of Mön.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband