Þetta er gjörsamlega að ganga fram af manni

Hvað er þetta fólk eiginlega að gera í vinnunni með heilu ráðuneytin til liðs við sig.

Gera þau sér enga grein fyrir alvöru þessa máls?

Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga.

Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.


mbl.is Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það er meiri gæfa að eitthvað skuli vera að ganga fram af manni- heldur en  að maður sé að ganga fyrir björg...  Auðvitað verðum við að borga þennan reikning sem ICE SAVE er annað er ekki í boði hvað sem við ólátumst- því miður. En nú ætlar ríkisstjórnin að höfða mál á hendur þessu glæpaliði sem meðvitað og með mjög einbeittum brotavilja kom þjóðinni í þessa djöfullegu stöðu....  Við fylgjum því eftir....

Sævar Helgason, 21.8.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar íslenska þjóðin þarf EKKI að greiða skuldir einkabanka nema yfirvöld þjösni henni til þess með blekkingum og leynimakki

Skaði Breta af Icesave er hvergi nærri 732 milljarðar miðað við að þeir séu að gera saminga við erlent ríki (sem Ísland er)

Jú Sævar það er annað í boði. Fólk mun kjósa með fótunum þeir sem geta hreyft sig hinir munu sitja hér eftir í eymd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.8.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: ThoR-E

Það er mikill ábyrgðarleysi að dæma komandi kynslóðir í fátækt og slæm lífsskilyrði í einhverri fljótfærni og æsingi að komast inn í ESB.

Bretar og Hollendingar geta fengið það sem kemur út úr eignum Landsbankans .. en þjóðin á ekki að borga einkaskuldir bankans sem var í eigu glæpamanna.

Athyglisvert að vita að Icesave peningarnir fóru að miklu leyti í "lán" til eiganda og stjórnenda bankans. - Semsagt.. löglegur þjófnaður ??

Þessir menn voru siðlausir með öllu.

ThoR-E, 22.8.2009 kl. 14:16

4 Smámynd: ThoR-E

Mikið ábyrgðarleysi, átti þarna að standa.

ThoR-E, 22.8.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband