Fór Icesave í vasa Björgólfs Thors?

Frá þessu segir í Hvítbók:

Novator Pharma, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fékk 43 milljarða að láni hjá útibúi Landsbankans í London á fyrri hluta ársins 2007. ...Lánið er fjórfalt stærra en næst stærsta lánið hjá útibúinu.

Skyldi Björgólfi Thor finnast fyndið hvernig Steingrímur J hamast við að gera skuldir hans að skuldum þjóðarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvenær verður Egilshöllinni breytt í fangelsi fyrir efnahagsbrotamenn?

Árni Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 23:24

2 identicon

Ég vona að það fari að leka út hvað er raunverulega að ske bak við tjöldin.

Þessi umræða er komin út í tóma vitleysu enda umræðan steypa.

Stjórnendur Icesave leikritsins, Sigurjón og fleiri eiga sjálfir að greiða þessa skuld sína.

Ég legg til að almenningur safni verðlaunafé "WANTED" eins og gert var í villta vestrinu til höfuðs afbrotamönnum á flótta.

Ábekkingurinn (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 23:34

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta umræðan er komin út í algjört rugl.

Þetta eru ekki skuldir almennings og það er fáránleg að fólk skuli láta telja sér trú um það.

Þetta er sérstaklega fáránlegt með tilliti til þess að Björgólfur Thor situr á hundruð milljarða og þessar Icesave innistæður yfirgáfu aldrei Bretland.

Þetta vita Bretar fullvel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.8.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst ótrúlegt hversu vel fjölmiðlarnir hafa farið að Björgólfi Thor.  Það er þörf á því að opna lánabækur Landsbankans.  Það eru örugglega ýmsar færslur sem skoða má með gagnrýnisaugum...  Ég bíð eftir leka úr Landsbankanum... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2009 kl. 01:49

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er hellings skítur í pokahorni stjórnmálanna þegar kemur að Björgólfi Thor

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.8.2009 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband