Stóra spurningin um Icesave

Fær Björgólfur Thor að valsa um með hundruð milljarða halda eignarhaldi yfir Novator á meðan almenningur borgar skuldir hans?

Hvaða skítur er í pokahorni stjórnmálamanna?

Hvers vegna er lítið minnst á Björgólf Thor og skítinn í Landsbankanum?

Landsbankinn er langsamlegast verst settur af íslensku bönkunum

Landsbankinn var blóðmjólkaður og er í raun ónýtur banki

Ásmundur Stefánsson samfylkingarmaður setti sjálfan sig yfir Landsbankann

Hvers vegna?

Hvers vegna vill samfylkingin troða þessari skuld Björgólfs yfir á almenning?

Björgólfsfeðgar hafa verið gjafmildir við samfylkinguna sem vill að við borgum skuldir litla drengsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er spurning dagsins, hver heldur verndarhendi yfir Björgólfi Thor og hvers vegna?  Svo þyrfti kannski að skoða hvers vegna þessi IceSlave samningur er svona mikilvægur fyrir stjórnina, hvað liggur á að samþykkja samninginn strax, ekki liggur mér lífið á.  Ég vil alveg bíða fram á haustið.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2009 kl. 02:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég held að brýnasta mál dagsins í dag sé að beina kröftum sérstaks saksóknara í að rannsaka tengsl "Hrunamanna" við núverandi stjórnmálaelítu.  Einnig má færa fyrir því sterk rök að enginn maður geti verið það heimskur eins og núverandi ráðamenn þykjast vera.  Spurningin hlýtur að vera hvaða tengsl gera þá svona grunnhyggna??????

Sagan kennir að yfirleitt tengjast peningar slíkum handvömmum eins og núverandi ICEsave samningur er. 

Og af hverju eigum við að trúa öllum þessum sögum um hinn meinta illvilja og kúgun breta og Hollendinga??  Þetta eru jú bara orð okkar ráðamanna.  Hafa þeir birt einhverjar sannanir???? 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.8.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband