Heimskir eða spilltir?

Færa má rök fyrir því að enginn maður geti verið eins heimskur og núverandi ráðamenn þykjast vera segir einn bloggvinur minn.

Hann telur að brynasta mál dagsins sé að beina kröftum sérstaks saksóknara í að rannsaka tengsl "Hrunamanna" við núverandi stjórnmálaelítu.

Hvaða tengsl gera þá svona grunnhyggna?

Sagan kennir að yfirleitt tengjast peningar slíkum handvömmum eins og núverandi ICEsave samningur er. 

 


mbl.is Orðalag fremur en stór ágreiningsefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjarni málsins.

"Hrunarar" á alþingi sem þar sitja límdir við stólana verða að fá hreint "heilbrigðisvottorð" til að halda áfram. 

Siðferðileg ábyrgð stjórnmálamanna að hruninu er óumdeilanleg. Krafan er skýr og eðlileg. 

Hvernig má það vera að flokkur "jafnaðar", Samfylkingin - skuli hafa í skjóli nætur tekið betlandi við hundruðum milljóna mútufé úr loftbólusjóðum "auðmanna" - óreiðumanna Íslands.  Og ætla svo að halda áfram að stýra landinu og með forsætisráðuneytið í þokkabót.  Hvert er líklegt að það leiði þjóðarskútuna ? Einhver ?

Ábyrgðarmaðurinn (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:45

2 identicon

Sammála bæði þér og Ábyrgðarmanninum.

Mæli með að þjóðin ráði Evu Joly, eða einhvern álíka utan að, til að vera sérstakur saksóknari og rannsakandi á sök pólitíkarinnar í hruninu. Og flokkaklíkubáknið komi þar hvergi nærri.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband