Á flokkráðsfundi með VG

Ég mætti á flokkráðsfund hjá VG í kvöld og fór auðvitað í pontu og sagði nokkur orð. Einn þingmanna vinstri grænna snéri sér að mér nokkru seinna og sagði heyrðu Jakobína ert þú ekki í frjálslynda flokknum. Auðvitað getur maður alveg verið kommúnisti þótt maður sé í frjálslynda flokknum.

Fólkið sem ég þekki í frjálslynda flokknum er heiðarlegt fólk sem vill beita sér gegn lénsherraveldinu, þ.e. kvótakerfinu. Vinstri græn (fyrir utan Steingrím) eru umhverfisvæn og feminísk.

En hvað um það ég fór í pontu. Var óundirbúin en vildi bregðast við í umræðunni og valdi að tala um hvatningu.

Í hverri ákvörðun felst hvatning og er það háð persónulegri stöðu einstaklinga hvernig þeir bregðast við ákvörðunum og hvaða ákvarðanir þeir taka í kjölfarið. Einstaklingar munu t.d. taka ákvörðun hver fyrir sig um það hvort þeir flytji úr landi og þeir munu ekki byggja þá ákvörðun á bjartsýnisspám seðlabankans heldur líta í eigin buddu, á reikningana sem koma inn um bréfalúguna og hvað umhverfið bíður þeim.

Ég vakti sérstaklega athygli á aðstæðum barna og hvernig menn eru nú að hlaupa til og ætla að fara að stofna einkaskóla fyrir börn elítunnar. Mismunun og ójöfnuður er að aukast í samfélaginu. Nú eru aðstæður óvenjulegar og þingmenn og ráðherrar verða að þora að grípa til óhefðbundinna aðgerða.

Til þess að tryggja að grunnskólakerfið verði sem best á hreinlega að banna einkaskóla til þess að þeir sem hafa völd og fjármuni geti ekki keypt sig fram hjá því.

Ef þeir sem hafa völd og peninga þurfa að senda börnin sín í almenna grunnskóla verður það þeim kappsmál að hinn almenni grunnskóli verði sem bestur og mun það verða þáttur í að tryggja börnum jöfnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér að banna ætti einkaskóla, á grunnskólastigi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Himmalingur

Okkar er valdið, en því miður, virðumst við ekki átta okkur á því!

Himmalingur, 29.8.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband