Steingrímur vill selja auðlindirnar pínulítið

Auðvaldsfígúran Steingrímur J Sigfússon sem gengur gjarnan erinda landshöfðingjans Rozwadowskis telur að heppilegra sé að selja auðlindirnar pínulítið en að selja þær almennilega.

Blaðamaður á New York Times vakti athygli á því um hvað barátta Íslendinga snýst en hann segir:

NÁIÐ VERÐUR FYLGST MEÐ því hvernig átökin, á milli þess að lúta "stefnu" alþjóða-fjármála-samfélagsins 

og hins rísa upp í vörn um sjálfstæði þjóðarinnar, þróast á Íslandi

Það þarf að skipuleggja nýtt afl í íslenskum stjórnmálum.

Í dag berjast tvö öfl um völdin.

1. Annað aflið eru málsvarar þeirra sem vilja koma íslenskum

auðlindum á hendur erlendra fjárglæframanna

2. Hitt aflið eru málsvarar þeirra sem vilja koma íslenskum

auðlindum í hendur innlendra fjárglæframanna

3. Það þarf að skipuleggja afl sem berst fyrir því að tryggja

almenningi eignarrétt á því sem hann hefur verið að byggja upp í áratugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hvað um það  þó að einhver blaðamaður hvar svo sem hann er í sveit settur, á Íslandi, Evrópu eða Ameríku,  segi sína skoðun á þessu máli! er hann einhver Guð álmáttugur með rétt svör við málinu??? 

Guðmundur Júlíusson, 29.8.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ástæðan fyrir því að ég vitna í ummæli þessa blaðamanns er sú að ég er sammála honum. Þetta er mitt blogg og því er það á mínu valdi hverjum ég tek mark á og vitna í.

Merkilegt hvað þér er uppsigað við réttmæti hans túlkunar á ástandinu á Íslandi.

Þarf einstaklingur að vera Guð almáttugur til þess að geta komið með góða skilgreiningu á vandamáli.

Annars ber orðanotkun þín vott um slælega rökhugsun. Hér er ekki til umfjöllunar "rétt svör við málinu" heldur túlkun á þeirri atburðarrás sem er í gangi á Íslandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.8.2009 kl. 19:49

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæl Jakobína

Já við gjörum líka það sama og þessi blaðamaður veltum firrir okkur ýmsum málum sem herja á okkur sem öðrum, Hvar sem er í heiminum miðað við þá viðburði sem átt hefur hér stað er ekkert skrítið þótt aðrir í öðrum löndum fylgist með okkur og jafnframt gefi okkur góð ráð enda veitir ekki af.

Jón Sveinsson, 29.8.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Jón það þarf einstaklega þæga sál til þess að skoða ekki hvað er að gerast og hvað ræður.

Það er verið að ausa 1.000 milljörðum í bankanna á sama tíma og sífellt fleiri Íslendingar eru að flækjast í fátæktargildru.

Það merkilega er að fáir efast um réttmæti þessa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.8.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband