Virtur prófessor notar kröftugt orðbragð um það sem er að gerast á Íslandi

Steingrímur J Sigfússon hefur valdið félögum í Vinstri grænum djúpum vonbrigðum. Hann hefur hagað sér eins og leppur erlends auðvalds frá því að hann tók við embætti fjármálaráðherra. Gjörðir hans eru í hrópandi andstöðu við stefnu og hugsjónir vinstri grænna.

Það er lítilmannlegt að skýla sér bak við glæpi fyrri ríkistjórna við áframhald á þeim glæpum sem er verið að fremja gegn þjóðinni.

Michael Hudson talar um efnahagsárás gegn þjóðinni og hvernig ákveðnar íslenskar fjölskyldur á Íslandi hafa í aldarraðir mergsogið þjóðina. Nokkrar fjölskyldur og ríkisstjórnin spiluðu í burtu þúsund milljörðum. Michael Hudson kallar þetta fólk "these arrogant bastards". Bjarni Benediktsson sté fram og skammaði núverandi ríkisstjórn vegna frammistöðu hennar í Icesave, talandi um "arrogant bastards", en það er vel kunnugt að það var kleptókratískt stjórnarfar runnið undan rifjum fjölskyldu Bjarna sem fæddi af sér Icesave. Þeir sem tengjast tilurð þessa vandamáls eru afkomendur þeirra sem mótað hafa stjórnarfar á Íslandi undanfarna áratugi.

Hegðun þeirra sem Michael Hudson kallar "arrogant bastards" gaf glæpaklíku sem beitir fyrir sig Alþjóðagjaldeyrissjónum færi sem hún er nú að nýta sér. Samfylkingin sem var í liði með þessum "arrogant bastards" hefur fengið Steingrím J í lið með sér við að ganga þessa leið á enda og ræna þjóðina sjálfsbjörgum sínum um komandi framtíð.

Gunnar Skúli gerir góða grein fyrir vinnubrögðum AGS hér. Við þetta má bæta að fjármálaöflin sem standa að baki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa nýtt sér óreiðu sem fylgir í kjölfar hamfara til þess að koma á breytingum sem eru óæskilegar fyrir almenning en þóknanlegar alþjóðafyrirtækjum og fjármálastofnunum sem eru í eigu nokkurra fjölskyldna sem eiga stóran hluta auðæfa á þessari jörð.

Breytingarnar sem hér um ræðir færa stórann hluta millistéttarinnar niður á fátæktarstig. Ýmis þjónusta verður eingöngu ætluð hinni fámennu og ríkjandi auðmanna- og valdastétt sem getur keypti sig framhjá sundurtættu velferðarkerfi sem er líka eitt af vegsummerkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ég gæti birt hérna lista yfir Íslandsníðinga sem mæla með veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi. Ég ætla að láta það vera og einnig ætla ég að láta vera að geta mér þess til hvað gengur þessu fólki til en vil þó fullyrða að hagsmunir þjóðarinnar eru ekki á stefnuskrá þeirra.

Steingrímur hefur snúið baki við öllu sem Vinstri Grænt stendur fyrir. Hann styður stóriðju, hann gengst við sölu auðlindanna og hann er hatrammur málsvari fjármálaaflanna. Þetta reynir hann að gera í skjóli þess að hinir hefðu verið verri auk frasakenndrar framsetningu á hetjuskap sínum í björgunarstarfinu.

Samkvæmt þessari frétt er grasrótin að reyna að tukta hann til en ég hef litla trú á því að hann sjái að sér miðað við það sem ég hef séð til hans.

Hér er umfjöllun um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hvernig hann þvingar skuldugar þjóðir til þess að innleiða stefnu sem gerir alþjóðafyrirtækjum auðvelt að komast yfir auðlindir þeirra. Lönd eru með þessum hætti fest í fátæktargildru.

Það er lærdómsríkt að hlusta á Michael Hudson þar sem hann kemur sinni sýn á ástandinu á Íslandi á framfæri. Hudson segist hafa fengið það á tilfinninguna bankamennirnir hafi lánað sjálfum sér og rússneskum glæpamönnum háar fjárhæðir (nefnir þúsundir milljarða) og unnið ólöglega frá aflandseyjum.

Þeir hafi síðan snúið sér að því að gera þjóðina ánauðuga (fasta í skuldafjötrum) og lagt skatta á komandi kynslóðir. Hann segir að verið sé að taka gríðarleg lán til þess að beila út bankanna.

Að þessu vinnur nú samfylkingin með dyggri aðstoð Steingríms hörðum höndum, þ.e. að beila út bankanna vegna fjármuna sem bankamenn og rússneskur glæpalýður stálu (reyndar alþjóðlegur glæpalýður eftir því sem nú virðist vera að koma upp á yfirborðið), þ.e.a.s. að koma glæpnum á herðar þjóðarinnar.  

 

 


mbl.is Gegn sölu orkufyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekki ætla ég að fara að taka upp hanskann fyrir AGS enda hef frá upphafi kallað þá stofnun stærsta handrukkara í heimi.  Hins vegar er það staðreynd að löglega kosin ríkisstjórn fór betlandi til Washington og bað um hjálp AGS.  Öll hin Norðurlöndin gera AGS aðkomu sem skilyrði fyrir hjálp. Það hefur enginn uppbyggingarplan sem ekki gerir ráð fyrir AGS.

Hins vegar er rétt hjá þér að nokkrar fjölskyldur í landinu hafa gert landið gjaldþrota og rústað hagkerfinu.  Hér erum við síðasta ættarveldið í Evrópu.  Þau hafa öll endað eins, í einni allsherjar hörmun fyrir almenning. Við lærum aldrei neitt af sögu annarra en þurfum að endurtaka gömul mistök trekk í trekk. 

AGS er ekki fullkomin stofnun en ekki falla í þá gryfju að halda að hér muni rísa upp einhver útópía með fullkomnu velferðarkerfi ef aðeins AGS fer í burt?

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.8.2009 kl. 06:57

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já svart er það. Íslenska ættarveldið er stór því miður og spurningni er getum við komið því frá ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.8.2009 kl. 09:12

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri AGS er fulltrúi þess fjármálakerfis sem er ríkjandi í heiminum í dag. Hörmungarnar hér eru afsprengi hugmyndafræði AGS og hugmyndin um að engin hafi uppbyggingarplan nema með aðkomu AGS er runnin undan þeirra rifjum.

AGS er hér vegna þvingurnaraðgerða Breta og ESB.

Ef þú trúir því að ekki ríki fjölskyldur í öðrum löndum ertu ekki búin að kynna þér málin vel.

Þetta er ekki spurning Andri um Útópíu heldur uppbyggingu á forsendum þjóðarinnar en ekki erlendra alþjóðafyrirtækja.

Guðrún Þóra það þarf að koma þjóðinni í skilning um að þetta lið sem hefur gapað hér yfir kjötkötlunum í aldir þarf að hverfa til sinna sveita og láta þjóðina um að moka skítinn eftir það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.8.2009 kl. 13:10

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakobína: Ég vil kalla til liðs við ykkur Gunnar Skúla og Láru Hönnu alla góða menn og konur. Og ég vil fá fund í Háskólabíói þar sem þið gangið fram og boið til þjóðarhreyfingar. Þetta mál má ekki lengur vera í forsjá fjórflokksins.

Árni Gunnarsson, 30.8.2009 kl. 14:08

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jakobína, mjög athyglisvert að hlusta á myndböndin. Steingrímur er ótrúlegur, ég held að enginn átti sig almennilega á hvað honum gengur til. Hvers vegna skiptir kannski ekki höfuðmáli, hann er að minnsta kosti í hinu liðinu, það er ljóst.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Alþjóðasamfélagið hjálpar okkur ekki nema með aðkomu AGS.  Jakobína, þú segir að þetta sé allt ESB að kenna en af hverju koma Norðmenn þá ekki með lán og aðstoð án AGS aðkomu?  Það ríkir algjör trúnaðarbrestur á milli Íslands og alþjóðasamfélagsins, enginn treystir eða veit hvað er að gerast hér og þess vegna hafa menn komið sér saman um að láta AGS vera milligöngumaður sem miðlar upplýsingum og aðgerðum. 

Útlendingar treysta AGS en ekki Íslandi, það er málið.  Ef við ætlum að reka AGS og segja pass við alla útlendinga þurfum við áætlun sem byggir á faglegum grunni.  Hvar er sá faglegi grunnur? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.8.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband