Þetta er árangursríkasta fjárkúgun sögunnar

Ég hef talað við fólk af mismunandi þjóðerni um atlögu Breta og Hollendinga að Íslandi og fengið skýr viðbrögð....Amerísk kona: but this is extortion....Sænsk kona: ja men detta är ju utpressning...

Á MBL segir:

„Það er merkilegt að opinber umræða í Hollandi... virðist telja fjárkúgun af þessu tagi fullkomlega réttlætanlega. Hún byggir á því, að skuld sé skuld og þeir sem fái lánað verði að borga. Ríkisstjórn Íslands og íslenska þjóðin verða að herða beltið," segir í greininni.

Hér er komið inn á grundvallaratriði í Icesave deilunni. Hér segir að "skuld sé skuld og þeir sem fái lánað verði að borga." Stóra spurningin hér er hverjir fengu lánað og hverjir lánuðu. Báðir þessir aðilar eru gerendur og höfðu áhrif á atburðina.

Íslenskur almenningur var EKKI gerandi. Íslenskur almenningur fékk ekki lánað hjá Hollendingum.

Kjarni málsins er að það er verið að kúga saklaust fólk til þess að taka á sig byrðarnar vegna viðskipta annarra, þeirra sem tóku áhættu með því að eiga viðskipti við Icesave og þeirra sem stofnuðu Icesave og stálu peningunum.

Allt þetta ferli ber vott um hnignandi siðmenningu vestrænna ríkja og þá sérstaklega Hollendinga og Breta og ekki síður Íslands ef það samþykkir þessa óhæfu.


mbl.is Segja Íslendinga beitta fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingjaskapur þeirra íslensku þingmanna sem sögðu já við þessum óskapnaði er algjör. Valdafíkn, sjálfspot og firra hefur aldrei verið jafn augljós og hjá þeim sem sögðu já eða sátu hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Þingmenn hafa gersamlega ekkert umboð til að skrifa upp á að senda okkur í fátækt næstu áratugi. Það á að láta skeika að sköpuðu og láta þetta helvítis ESB rusl regluverk hrynja niður til helvítis með því að hafna því. Senda svo þá þingmenn sem eru svo heilaþvegnir og ótengdir fólki sínu úr landi.

Jóhann (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Get tekið undir margt af því sem þú segir. Ég lít á framgöngu stjórnmálamanna sem svik við þjóðina. Í þeirri deild eru allur sjálfstæðisflokkurinn. Öll samfylkingin. og hálf vinstri græn.

Samfylking og Steingrímur J hefðu aldrei komist upp með þennan óþverra ef ekki væri fyrir raunhæfa hræðslu við að fá sjálfstæðsiflokkinn í ríkisstjórn.

Samfylkingin heldur á vendinum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.8.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég ætla ekki að borga þessa skuld, og mun bera fyrir mig stjórnarskránni hvað það varðar, alveg sama hvað ríkisstjórnin hefur hugsað sér í þessum efnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2009 kl. 15:49

4 identicon

þetta var ákveðið í sameiningu, íslendingar geta að mörgu leyti sjálfum sér um kennt. Stjórnvöld gáfu út að innistæður fólks hérlendis væru tryggðar að fullu (enda hefði annars orðið uppreisn gráðugra) með neyðarlögunum, og þar með gátu þau ekki vikist undan Icesave innistæðuskuldum sem ekki var meiri munur á í gamla landsbankanum heldur en milli einstakra útibúa hérlendis. Þetta er mjög einfalt, annaðhvort hefðu innistæðukröfur íslenskra viðskiptavina orðið jafnréttlágar þeim hollensk-bresku, og ríkið ekki hlaupið undir bagga með bankanum, eða það sem raunin varð, 'kerfisbankinn' LÍ var bakkaður upp varðandi íslenska viðskiptavini sína, en samið sér um hitt í samræmi við EES skuldbindingar okkar.

Þorvaldur S. (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og Þorvaldur bendir á þá var Landsbankinn gjaldþrota og hefði þ.a.l. bara átt að vera tekinn til gjaldþrotaskipta án ríkisábyrgðar. Þeir íslensku innstæðueigendur sem hefðu orðið fyrir tapi hefðu svo getað sótt bætur frá viðlagasjóði á grundvelli þess að um hamfarir væri að ræða (svipað og var gert í Vestmannaeyjagosinu). Þannig hefði íslenska ríkið tæknilega getað bætt Íslendingum tjónið af gjaldþroti bankans en látið útlendinga gera kröfur í þrotabúið og sjá til með heimtur af því. Þar sem viðlagasjóður er ekki hluti af neinu EES/ESB batteríi þá hefði verið hægt að komast upp með þetta án þess að brjóta neinar Evróputilskipanir og án þess að þurfa að borga IceSave. Ef þeir hefðu bara hlustað á mig þá... Ég las nefninlega neyðarlögin kvöldið sem þau voru lögð fram (líklega á undan flestum þingmönnum sem greiddu þeim atkvæði sitt) og sá í hvað stefndi, reyndi meira að segja að koma skilaboðum inn á Alþingi til að vara við þessu, en þau náðu því miður ekki í gegn.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góður punktur hjá þér Guðmundur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.8.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband