Hnignandi siðmenning í stjórnmálum

Stærsta hneisan í Icesave-málinu er framferði Steingríms J Sigfússonar. Atferli hans í þessari atburðarrás einkennist af vanburðum, blekkingum og leynimakki. Hann velur gamlan vin og skoðanabróðir til þess að fara fyrir samninganefndinni í einhverju mikilvægasta samningamáli í sögu þjóðarinnar. Aðila með stúdentspróf og enga reynslu af milliríkjasamningum heldur eingöngu diplómatísku starfi. Aðila sem hefur aldrei þurft að sækja um vinnu á forsendum hæfni heldur fengið allt upp í hendurnar í gamla góða klíkusamfélaginu.

Í Aðdraganda Icesave gekk fjármálaráðherrann fram með blekkingum og leynimakki. Í kjölfar samningsins tók það sama við. Svavar Gestsson mætti á kajann með einhverja mestu hörmung sem kölluð hefur verið yfir þjóðina. Og þessari hörmung skyldi troðið upp á þjóðina með góðu eða illu. Merkingu hugtaka hefur verið snúið á haus og forheimskunaráróðurinn hefur viðvarandi verið vopn þessa málsvara ósómans sem hefur verið hellt yfir þjóðina.

Nú á Steingrímur að axla sína ábyrgð.

Framferði Breta og Hollendinga er áhyggjuefni ekki eingöngu frá sjónarhóli Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar allrar. Framferði á borð við þeirra úr æðstu valdastöðum í samfélagi þjóða er ósigur fyrir mannkynið.

Framferði þeirra er lágkúrulegt efnahagslega, réttarfarslega og siðferðilega.


mbl.is Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hegðun Islandigar ekki sæmamdi !!!!!!!

Framferði þeirra er lágkúrulegt efnahagslega, réttarfarslega og siðferðilega. .....................

(Money stolen from the Red Cross, St Johns, old people by a bunch of Icelandic Gangsters and bent Bank managers while your Government sat picking its nose........)

Europe is laughing at you....

Next...........

Fair Play........ (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta, heilshugar.

Þau mistök að senda stúdentinn Svavar Gests til að semja við samningasveit Breta er svona svipað að senda mann með teygjubyssu gegn her vopnuðum kjarnorkusprengjum. Ef ég má nota þessa samlíkingu.

Enda kom í ljós að "samningurinn" sem komið var með heim... mun kosta okkur gífurlegar fjárhæðir... og mistökin í samningunum munu kosta okkur stjarnfræðilegar upphæðir að auki. Því mistökin voru mörg.

Þessi breska&hollenska samninganefnd hefur án efa hlegið dátt eftir undirritun þessa samningsóbermis.

Þetta verða okkur dýrkeypt mistök að maður sem hefur enga reynslu og er ekki hæfur í svona samninga ... var sendur til U.K, af Georgi Bjarnfreðarsyni íslenskra stjórnmála. - Niðurstaðan er eftir því.

ThoR-E, 1.9.2009 kl. 12:39

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er smá misskilningur í gangi varðandi þennan blessaða samning.

Sjallar voru faktískt búnir að semja síðasta haust.  Voru búnir að negla niður allar megin línur og afskaplega erfitt var að fara útfyrir þær.  En það tókst þó hjáSvavari og má kalla afrek.

Helstu atriði svokallaðs Baldurssamnings voru þessir:

"The loan will carry interest of 6.7% calculated from the date of the issuins
the loan and will have a repaument time of 10 year. In case of arrears the
interest rate will be increased by 0.3% penalty to 7%. There will be grace
period of 3 years."

http://www.island.is/media/frettir/11.pdf

En þetta hefði fólk sjálfsagt heldur viljað, býst eg við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar Bjarki það er blekking í þessari framsetningu þinni.

ÞAÐ VAR SVAVAR GESTSSON SEM SAMÞYKKTI GILDANDI SAMNING OG ENGINN ANNAR.

Almennilegur samningamaður hefði ekki samþykkt þessa skilmála þó svo að Baldur hafi klúðrað hlutunum.

6.7% vextir í haust eru sömu vextir og 5.5% vextir í dag vegna almennra vaxtalækkanna á viðkomandi svæði. Sennilega hefur stúdentinn Svavar Gestsson ekki fattað það.

Sé ekki að aðrir þættir málsins skipti nokkru máli.

Það einkennir núverandi ríkisstjórn að hún telur sig hafa leifi til þess að vera vond af því að aðrir voru verri.

Ég fæ ekki séð að þessi ríkisstjórn sé nokkuð skárri en sú sem áður var.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 16:42

5 Smámynd: ThoR-E

bara aðrir komnir að kjötkötlunum hef ég heyrt marga segja.

Vissulega stóðu sjálfstæðismenn sig hörmulega.

En nú fyrir kosningar var öllu fögru lofað af vinstri flokkunum.

Það átti til dæmis að frysta eigur auðmanna, verðtrygginguna burt og leiðrétta húsnæðislánin... bara ef ég tek dæmi.

hefur eitthvað af þessum "kosninga"loforðum ræst.

Eina sem virðist vera á borði ríkisstjórnarinnar er ESB aðild og að leysa Icesave málið svo hægt væri að komast í ESB.

Hvað var verið að kjósa yfir okkur?? :/

Hér þarf að vera utanþingsstjórn. Hæfasta fólkið valið í þessi mikilvægu embætti.

Með fullri virðingu fyrir Steingrími, en er virkilega réttast að hafa einhvern útbrunninn atvinnupólitíkus sem fjármálaráðherra í einum mestu efnahagshörmungum íslandssögunnar?

ThoR-E, 1.9.2009 kl. 16:56

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað með neyðarlögin sem voru til þess gerð að verja stóra innistæðueigendur á Íslandi og svikja þá litlu hér á Íslandi og aðrar þjóðir? Heimta síðan að þær sömu þjóðir hjálpuðu okkur út úr svikunum sem hefur valdið þeim litlu á Íslandi óbætanlegann skaða! Úff.

Er eitthvað skrýtið að bretar beittu hryðjuverkalögum gegn slíkri lögleysu. Hefði samt betur skilið að hollendingar hefðu gert það því þeir töpuðu víst miklu meir.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2009 kl. 17:49

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Anna Sigríður

Bretar hafa notað neyðarlögin sem skálkaskjól. Ákvæði í neyðarlögunum um að verja ALLAR innistæður eru brot á stjórnarskrá. Ríkisstjórnin fór langt yfir valdsvið sitt þegar hún ákvað að gefa stóreingnafólki fjármuni úr vasa skattgreiðenda.

Þetta réttlætir á engan hátt hegðun Breta.

Það er vert að muna eitt í þessu samhengi.

Íslenskur almenningur hefur ekki brotið af sér og er ekki ábyrgur fyrir því að yfirvöld hlýti ekki ákvæðum stjórnarskrár.

Kjósendur veita stjórnmálamönnum ekki umboð til þess að brjóta ákvæði stjórnarskrár eða landslaga með atkvæði sínu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 18:01

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gleymið ekki einu: beiting hryðjuverkalaga gegn sk. vinaþjóð er ekkert annað er stríðsyfirlýsing hvað sem öðru líður og hvað sem íslensk stjórnvöld gerðu. Ástæða þessarar lagabeitingar er enn óútskýrð fyrir okkur fórnarlömbum. Kannski þessi "fair play" getur útskýrt það fyrir okkur sem finnst við órétti beitt.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 2.9.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband