Er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að rústa Íslandi og Lettlandi

Það segir Natan Lewis.

Hann segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beiti margvíslegum aðferðum, lokki, freisti, rugli og hóti viðkomandi stjórnvöldum (í okkar tilviki Jóhönnu og Steingrími) til að bæta stórbönkum tap sitt vegna misheppnaðra viðskipta með fjármunum skattborgara í löndum þeirra. Hann segir að þetta hafi verið stefna sjóðsins síðan 1980.

Nú er spurningin hvaða aðferð virkar á Steingrím eða Jóhönnu:

Hafa þau verið tæld?

Hafa þau fallið fyrir freistingum?

Hafa þau látið rugla sig?

Eða hafa þau beigt sig undir hótanir...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þarf eitt að útiloka annað? ;)

Vésteinn Valgarðsson, 4.9.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sennilega ekki

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.9.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

OECD er greinlega búin að taka þátt í meiri en 25 ára opinberri útvíkkunar áætlun lykilríkja EU. Hernaðarlegt er svipað og stjórnmálegt. Samt sem áður er ekki hægt að fela kennileiti eða verksummerki því aðferðirnar eru endanleg margar og alltaf þær sömu gegnum aldirnar. Heilinn í mannskepnunni hefur ekki þyngst um 1 kílógramm í meir en 150.000 ár. Meðalgreindin sveiflast hinsvegar út og suður eða upp og niður. 

OECD segir Bretum og USA ekki neitt er það ekki skrítið?

Júlíus Björnsson, 5.9.2009 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband