Klíkusamfélagið var helsta ástæðan

Það er alrangt hjá Ágústi Einarssyni að fámenni sé ástæða erfiðleika okkar enda hefur landið aldrei verið eins fjölmennt og núna en er þó á hausnum.

Auk þess að hafa aldrei verið eins fjölmenn og núna hefur þjóðin aldrei verið eins menntuð og núna.

Það sem Ágúst ætti að skoða er hvort að áherslur í menntun og klíkuráðningar séu ekki meginorsök þeirra erfiðleika sem þjóðarbúið stríðir við.


mbl.is Fámennið helsta ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær hefur þessi maður sagt eitthvað af viti...og hvers vegna ætti hann að leggja sig niður við það að segja það.

Vita ekki allir hvaðan þessi fugl kemur????

itg (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Nafni minn segir einmitt, að fámennið hafi orsakaði spillt kunningjasamfélag þar sem tengslin og klíkur réðu ríkjum. 

Þessu er maður sennilega ekki alltof sammála. Því ef rétt er, þá hefur sama fámenni leitt af sér, að aðrar klíkur sitja að völdum í dag en fyrir einu ári eða tveimur, o.s.frv.

Þetta er annars fróðleg yfirlýsing því hann er gamall áhrifamaður og alþingismaður og þekkir auðvitað baksvið stjórnmálanna betur en ég og þú. Og svo er athyglisvert hvað hann skammast út í stjórnvöld vegna menntamálanna.

Ágúst Ásgeirsson, 5.9.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Í fámenninu ætti að búa okkar helsti styrkur. Ekki síst nú þegar við þurfum með sameiginlegu átaki að snúa græðgisvæðingunni við og vinna að lausnum. Við vitum hverjir græðgisdólgarnir eru í flestum tilvikum. Við vitum hverjir vilja viðhalda núverandi ástandi og í aðalatriðum hvers vegna. Við vitum líka að við getum haft áhrif. Það kostar auðvitað heilmikið áræði, tíma og kraft en það verður bara tímabundið ástand til að bjarga okkur sjálfum og afkomendum okkar undan þeim fátæktarkjörum sem blasa við a.m.k. næstu áratugi. Það er því ekki eftir neinu að bíða.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.9.2009 kl. 17:07

4 identicon

Eru klíkuráðningar ekki allt að því bein afleiðing af fámennu samfélagi?

Birgir Óli (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 17:08

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ósammála.  Klíkuráðningar eru ekki bein afleiðing af fámennu samfélagi, þær eru bara meira ÁBERANDI en í fjölmennu samfélagi.

Kolbrún Hilmars, 5.9.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er einmitt málið Kolbrún!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.9.2009 kl. 18:09

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

itg, Birgir, Ágúst, Rakel og Kolbrún:

Málflutningur ýmissa fræðimanna undanfarið hefur svo sannarlega vakið spurningar um sjálfsvirðingu þeirra og hæfni innan fræðasamfélagsins.

Svíar þurftu að glíma við klíkuráðningar í stjórnkerfinu eftir að sömu aðilar höfðu verið of lengi við völd þar. Ég man eftir bók sem kom út þar undir heitinu "Den politiska adeln" í kjölfar þess að Sócial demokratar höfðu verið þar lengi við völd.

Klíkusamfélag þróast venjulega á einhverjum tíma að tíðari skipti í stjórnarráði og embættum er nokkur vörn.

Þessi skýring vilja stjórnvöld ekki að nái fótfestu og beina athyglinni annað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.9.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband