2009-09-05
Á að leggja niður Alþingi Íslendinga?
Ríkisstjórnin með Steingrím í framvarðasveit virðist vera að búa sig undir að brjóta lög sem sett hafa verið á Alþingi Íslendinga. Þ.e. lög um fyrirvara við ríkisábyrgð.
Á Mbl segir:
Fullvíst er talið að hafni Bretar og Hollendingar einhverjum tilteknum atriðum í fyrirvörunum verði reynt að leysa slík mál á fundum ráðherra landanna, hvort sem það verða fundir fjármálaráðherra eða forsætisráðherra.
Ætla ráðherrar landanna að semja um landslög á Íslandi?
Er þá meðferð málsins á Alþingi marklaus?
Hverjir setja íslensk lög, Bretar og Hollendingar?
Er ekki eins gott að leggja bara Alþingi Íslendinga niður ef ráðherrar þurfa að semja um lög við Breta og Hollendinga?
Svona framferði er vanhelgun á elsta þingræði heims sem er eitt af stolti Íslendinga.
Mitt mat á þessari frétt er að Steingrímur sé búin að fá fyrirmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að hnekkja fyrirvörunum. Hollendingar og Bretar hafa fellt sinn dóm og handrukkarinn búinn að senda lepp sinn á vettvang.
Og ekki vantar réttlætingu Steingríms: Annars verðu upplausn.
Hvað þýðir þessi upplausn?
Er ekki komin tími til að Steingrímur leggi spilin á borðið?
Takið eftir höndunum.
Var hann að láta fjöreggið falla?
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 578588
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað leggur þú til?
Að við sendum alla 63 þingmenn út til Bretlands og Hollands, fallist Bretar og Hollendingar ekki á fyrirvarana?
Ef Bretar og Hollendingar samþykkja ekki fyrirvarana þarf auðvitað að setjast með þeim yfir málið, semja um málið. Liggur ekki beint við að það sé hlutverk ríkisstjórnar?
Fréttin segir ekkert um að ekki verði aftur leitað til Alþingis til að fá lögfesta mögulega niðurstöðu slíkra viðræðna. Ég myndi nú frekar gera ráð fyrir að það yrði gert.
Heldurðu það ekki?
Skeggi Skaftason, 5.9.2009 kl. 19:41
Ég "held" að Bretar og Hollendingar eigi ekki að hafa áhrif á íslenska löggjöf.
Að Alþingi íslendinga sé dregið á hárinu til þess að samþykkja lögin á annan hátt en efni stóður til er skammalegt viriðingarleysi við Alþingi Íslendinga.
Þetta atferli gerir Alþingi Íslendinga merkingalaust og niðurlægir það niður á svið ómerkilegrar stimpilsjoppu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.9.2009 kl. 19:56
Ég held að Bretar og Hollendingar bæði eigi og verði að fá að hafa áhrif á milliríkjasamninga milli Íslands og þessara landa. Það er ekki í sjálfu sér vanvirðing við Alþingi.
Skeggi Skaftason, 5.9.2009 kl. 21:01
Ég er sammála þér Jakobína að þetta orðalag að "leysa slík mál á fundum ráðherra landanna" er dálítið ískyggilegt. Ég lagði líka þann skilning í þetta að þessu ætti bara að "kippa í liðinn" á fundum ráðherra. Ég get ekki séð að ráðherrar hafi nokkuð umboð til þess nema að þær hugsanlegu breytingar sem gerðar verða verði bornar undir Alþingi.
Jón Bragi Sigurðsson, 5.9.2009 kl. 22:05
Skeggi ég held að bæði Bretar og Hollendingar verði að beygja sig undir það að það eru landslög á Íslandi. Þeir eiga hvorki né verða að hafa áhrif á landslög á Íslandi í milliríkjasamningum við ríkisstjórnina.
Þessi framgangsmáti er vanhelgun á Alþingi Íslendinga.
Vilji þjóðarinnar og fulltrúa hennar á þingi er skýr í þessu máli.
Jón Bragi Ríkisstjónrnin hefur ekki umboð til að breyta því sem hefur verið fest í lög.
Hræðsluáróður Steingríms þjónar þeim tilgangi að beygja þingmenn.
Steingrímur J. Sigfússon á ekkert skilið nema skömm fyrir framgöngu sína og virðingarleysi við þing og þjóð.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.9.2009 kl. 22:22
Þetta verður í það minnsta afar forvitnilegt!
Við skulum búast við hinu versta og vona hið besta.
kv, ari
Arinbjörn Kúld, 5.9.2009 kl. 23:08
Þetta er alveg rétt athugað hjá þér, Jakobína, að hér er Steingrímur að lenda í því að velja milli Alþingis annars vegar og brezkra og hollenzkra stjórnvalda hins vegar. Hann hefur áður þurft að taka afstöðu til þess að velja rétt og hag landsins eða meðvirkni með yfirgangi nefndra ríkisstjórna og valið það síðarnefnda.
Steingrímur var sennilega ekki á sama plani og Jóhanna að trúa því að "fyrirvararnir myndu halda". Hann hefur hins vegar séð þá sem þægilegt tækifæri til að snara vissa undanvillinga sína, sem voru í desperat leit að undankomu, til fylgis við ríkisábyrgðina. Nú héldu þeir, að þeir hefðu friðað samvizkuna, en síðan á kannski Steingrímur eftir að svíkja allt saman (rétt eins og lagalegan rétt þjóðarinnar við Icesave-samningana), fara brátt utan til "erfiðra viðræðna" og stíga svo út úr þotunni við heimkomu, boðandi "frið og hagsæld um vora daga", en halda meginatriðum samkomulagsins leyndum. Mestu skiptir að hafa heitt í skónum sínum, og hann er að verða snillingur í því, eina viku í senn.
Jón Valur Jensson, 6.9.2009 kl. 01:16
Þetta mál verður aldrei leyst með kúgunum. Kúgun er það sem við höfum núna á borðinu, ekki aðeins frá Bretum og Hollendingum heldur einnig frá einum af þeim sem kallast forysta Íslands og er í forsvari fyrir okkur. Guð hjálpi okkur.
Ef Hollendingar eða Bretar hafna, þá er (löngu komin) tími til að hafna. Alþjóðaviðskipti eru ekki bundin við ríkisstjórnir eða pólitík. Sú tík er nokkuð varasöm.
Mazzie (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 02:21
Ég hef fyrir löngu lagt það til að leggja niður Alþingi; þetta er handónýt stofnun, sem þjónar allt öðrum hagsmunum en þjóðarinnar.
http://skorrdal.is/utgafa/baekur/lydraedi_fjoldans.html
Skorrdal (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 03:50
Æ, mér finnst bloggfærslan hálf kjánaleg.
Fyrst eru gerðir samningar, síðan setur annar samningsaðilinn einhliða fyrirvara og sendir samninginn tilbaka og bíður nú eftir viðbrögðum.
Það sem ráðherrann hefur sagt að ef gagnaðilinn vill ekki sætta sig við hina einhliðu fyrirvara þarf að ræða við hann! Það er engin vanvirðing vil Alþingi.
Ég spyr þig aftur Jakobína, á Ríkisstjórnin ekki að fara í slíkar viðræður ef þær gerast nauðsynlegar?
Eða eru það Bretar og Hollendingar sem sýna Alþingi skammarlegt virðingarleysi, ef þeir samþykkja ekki fyrirvarana við samninginn? Alveg sama hvað stendur í þeim?
Skeggi Skaftason, 6.9.2009 kl. 08:55
Skeggi fyrst eru gerð nauðungaraðgerð sem þú kýst að kalla samning en það sem gekk á undan þessari hörmung sem þú vilt kalla samning á ekkert skylt við samningsferli.
Allt það sem liggur fyrir í samningnum er einhliða og tilraun alþingis til þess að skjóta inn fyrirvörum varla nema fyrsta aðkoma Íslendinga að innihaldi þessa samnings.
Ég get svarað þér Skeggi að þetta einhliða lán er skömm og ekki nema gott mál að því sé hnekkt. Hvers vegna í ósköpunum á ríkisstjórnin að hlaupa eftir því að fá að skrifa upp á lán sem aldrei hefur og mun aldrei skila sér til landsins.
Bretar og Hollendingar hafa sýnt íslendingum óheyrilegt virðingaleysi í öllu þessu ferli.
Viðhorf þitt sýnir að þú hefur lítinn skilning á dýpri þráðum þessa máls.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.