Auðvitað verður Ísland forréttindasamfélag

Það hefur verið mikill aðstöðumunur og mismunun en ekkert á við það sem koma skal.

Það er verið að koma skuldunum sem Björgólfur Thor skyldi eftir sig yfir á almenning.

Hvað er að gerast í bönkunum? Hverjir eru að fá fyrirgreiðslu þar og hvers vegna fer það leynt?

Hvaða stjórnmálamenn og embættismenn hafa notið sérstakrar fyrirgreiðslu í bönkunum?

Hvað varð um fjármál flokkanna?

Hvað varð um stjórnarskrána sem þjóðin átti að fá að móta?

Hvernig ætlar Árni Páll að beita sínum sér-úræðum? Á að bjarga "sérstökum hópum."

Leynimakkið og blekkingarnar vaða uppi sem aldrei fyrr.

Það er verið að rukka almenning í formi skatta, oftekinnar verðtryggingar og ólöglegrar gengistryggingar á lánum en almenningur má ekki fá að vita í hvað fjármunirnir fara. Þessi auknu útgjöld fara ekki í að auka velmegun heldur til þess að greiða skuldir glæpamanna og liðs sem ennþá er á þeytingi um heiminn að eyða gjaldeyri.

Þegar þrengir að í velferðakerfinu þá bitnar það fyrst á þeim sem geta ekki fengið stuðning frá fjölskyldunni, þ.e.a.s. þeim sem eiga ekki efnaða foreldra (kannski ekki foreldra sem hafa fengið afskriftir af kúlulánum heldur kannski foreldra sem keyptu bara hlutabréf á eigin kennitölu og töpuðu sparifénu vegna þess að kúlulánaþegarnir eyðilögðu bankanna.)

Hverjir eru kúlulánaþegar?

Stjórnendur í bönkunum sem sitja enn við askanna. Stjórnmálamenn eins og t.d. Þorgerður Katrín.

Embættismenn og menn í viðskiptalífi.

Fær þetta fólk sem setti þjóðarbúið á hausinn núna forgang að skólum og öðrum stofnunum sem almenningur hefur ekki efni á að nota?


mbl.is Háskólanám forréttindi ríkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Auðvitað, eftir slík afrek á það allt gott skilið.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 9.9.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband