Fólk hefur trúað á skilvirkni hins frjálsa markaðar og að hann bæti kjör almennings.
Því er tekið gagnrýnislaust þegar stjórnmálamaður heldur því fram að von sé á betri tímum vegna þess að verg landsframleiðsla aukist. Það er hins vegar svo að verg landsframleiðsla getur aukist en kjör almennings versnað á sama tíma.
Kenningar um skilvirkni einkavæðingar standast alls ekki. Heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er glöggt dæmi um það en það er bæði það dýrasta í heimi og mun óskilvirkara en heilbrigðiskerfi sem eru rekin með minni tilkostnaði.
Þeir sem hafa talað fyrir einkavæðingu bera gjarna við skilvirkni eins og Stiglitz segir en í raun eru gróðasjónarmið einstaklinga og stofnana sem ráða ferð. Hagfræðikenningar sem draga athyglina að því að tiltekin þjónusta er skilvirkari út frá þjóðhagslegu sjónarmiði ef hún er í höndum samfélagsins er stungið niður í skúffu vegna þess að þær stríða gegn hagsmunum tiltekinna einstaklinga og hópa.
Einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja er skýrt dæmi um atferli sem er óhagstætt samfélaginu en þjónar hagsmunum tiltekinna einstaklinga.
Í umræðu um samskipti opinberra aðila við Magma Energy koma öll hugtök ný-frjálshyggjunnar upp á yfirborðið. Skúffufyrirtæki, leynisamningar, kúlulán, kennitöluveð og gjafverð á opinberum eignum.
Afleiðingin af því að einkavæða Hitaveitu Suðurnesja getur orðið ískyggileg. Stóriðjan getur t.d. hæglega í framtíðinni komist yfir eignarhlutinn og ákveðið að selja bara sjálfum sér. Skrúfað fyrir heita vatnið til Suðurnesjamanna. Þetta virðist fjarlægt en gæti orðið staðreind fyrir komandi kynslóð. Það er alla vega staðreynd að alþjóðafyrirtæki láta ekki samfélagsleg sjónarmið stjórna gjörðum sínum.
Það er þekkt sem staðreynd að kvótabraskarar eru með leppa í stjórnmálum sem verja hagsmuni þeirra. Umræðan um endurheimtingu kvótans er sífellt sett í flækju. Talað um að það stefni útgerðinni í hættu en í raun er slík aðgerð eingöngu óhagstæð kvótabröskurum. Mönnum verður ekki bannað að veiða.
Viðskiptaráð hefur einnig haft sína leppa í stjórnarráðinu og yfirlýsingar þess um að 90% þeirra lagabreytinga sem það hefur farið fram á hafa náð í gegn um þingið eru gott dæmi um birtingarmynd þess. Hver vill búa í samfélagi þar sem viðskiptaráð setur lögin?
Hvað er það sem segir að álverin og "orkueinkafyrirtækin" geti ekki líka náð með sína leppa inn í stjórnmálin? Eða séu ekki með þá þar nú þegar.
Samskipti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í stjórnum orkuveitna og borgarinnar bera vott um það að þessir aðilar séu annað hvort sérlega heimskir eða að þeim hafi verið spillt með einhverju móti.
Þeir eyðilögðu kapítalismann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.