Gleymdu sér í sóðaskapnum

...og eru sennilega enn týndir í sóðaskapnum. Ekki hefur vantað upp á sjálfsálitið hjá stráklingunum sem gerðu bankanna að eigin sparibaukum.bjarni Þeir tóku bankanna sem voru fjármagnaðir af almenningi, notuðu sjóði þeirra og skuldsettu þá til þess að fjármagna eigin ævintýri. 

Bjarni Árnanns fékk 800 milljónir hjá Glitni sem hann endurgreiðir ekki.

Lánið var tekið í ársbyrjun 2008 til að fjármagna hlutabréfakaup. Fjárfestingin er sögð vera sorgarsaga, sem lítur út fyrir að endi vel fyrir Bjarna.

Almenningur horfir með skelfingu á vöruverð hækka og það sem skilar sér í launaumslaginu minnka en Bjarni rífur allt út úr nýja einbýlishúsinu sínu og innréttar það upp á nýtt. Ekki fer mikið fyrir því að bankamennirnir kunni að skammast sín.

Siðferðisboðskapurinn ber með sér fnyk tvískinnungsháttar. Bjarni segir að það væri „óábyrg meðferð á fé“ af hans hálfu, að borga skuld sem hann þarf ekki að borga skrifar Jón Trausti Reynisson.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra færir þjóðinni hins vegar annan boðskap. Hann útskýrði síðast á mbl.is 1. september hvers vegna fólk hefði siðferðislega skyldu til að borga áfram af húsnæðislánum. Það hlýtur að vera grundvallarspurning hvort almenningur beri meiri ábyrgð á sjálfum sér og skyldum gagnvart t.d. börnum sínum heldur en skuldum Bjarna Ármannssonar og reglubræðra hans.

Kúlulánaþegarnir sem komu bönkunum í þrot böðuðu sig gjarnan í hetjuljóma og kynntu sjálfa sig sem snillinga í fjármálum.

Markmið þeirra hafa þó alltaf verið skýr. Nota fjármuni annarra til þess að fjármagna fáránlegan lífstíl og efnishyggju. Hér er dæmi um samskipti Bjarna Ármanns við þá sem vilja að hann geri málum sínum skil.

Bogi Nilsson vekur sérstaka athygli á krosstengslum banka og viðskiptaaðila

Þegar alvarlegar afleiðingar hegðunar manna á borð við Bjarna Ármannsson og krosstengsla stjórnmála og viðskipta er ljós er það undarlegt að landinu skuli enn stjórnað á sömu forsendum.

Enn er verið að einkavina- og einkavæða. Enn er samkeppniseftirlit notað sem verkfæri til þess að stuðla að hlutum sem í raun fela ekki í sér nokkra réttlætingu út frá  samkeppnislegu sjónarmiði.

Enn er verið að ræna almenning og enn eru sömu aðilarnir á leið að kjötkötlunum. Þeir kunna ekki að skammast sín og muni sprikla eins og fiskur á öngli þar til þeir komast aftur í vasa annarra.

Hagfræðiþekking stjórnmálamanna, seðlabankastjóra og ýmissa fræðimanna er þekking sem ekki byggir á stoðum rannsókna eða vísindalegrar aðferðafræði og þjónar þeim sem sækjast eftir því að græða á því að rústa því sem aðrir hafa byggt upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með ólíkindum hve vegið er að Bjarna Ármanns.  Þessum bláeyga, myndarlega og vatnsgreidda dáðadreng. Þessum bjargvætti Íslands. Sem að auki ljær tíma sínum listrænum hannyrðum.

Að geta ekki horft framhjá þessu segir töluvert um á hvaða plani þjóðin er.  Auðvitað á hann rétt á niðurfellingu.

Fólk verður að að skilja það að verði þetta ekki fellt niður verður hann að taka aurana út af lífeyrissjóðsreikningnum sínum og það er ekki sanngjarnt. 

Peninga sem hann var búinn að vinna fyrir í sveita síns andlits.   800.000.000 kr sem hann fékk fyrir það hætta í bankanum sínum.  Hófleg og sanngjörn upphæð fyrir svona andlegt ofurmenni. Heimsmann sem ber höfuð og herðar yfir almúgann hér.

Hafðu engar áhyggjur Jakóbína. Almenningur mun greiða þetta að lokum, enda breiðu bökin alltaf reiðubúin. Innheimtan fer í dag inn í vel smurða innheimtuvél hins opinbera. Lögmennirnir bíða líka handa við hornið. 

Og vei þeim sem ekki greiða sinn réttláta hlut í skuld Bjarna.  Þeir verða bornir út af heimili sínu og jafnvel stungið inn. Aðrir landflótta vegna afleiðinga skuldarinnar. Þetta er réttlæti dagsins.

Greiðandinn (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta ömurlegt og mér verður bara illt innan um mig að lesa þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 16:21

3 identicon

Já, embættin og yfirvöld eru biluð bákn.  Ganga að almenningi dauðum.  Landið er eitt allherjar glæpabæli. 

ElleE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:35

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gátum við í raun og veru búist við einhverju öðru? Hvað með Magnús Kristinsson? Hvað er að frétta af hans málum? Hvað með alla hina?

Verður bara ekki gaman á næstunni þegar við fáum fréttir af öllum afskriftunum hjá íslands sönnu hetjum? En eins og Elle segir þá lítur út fyrir að landið okkar blessaða sé eitt alherjar glæpabæli.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 9.9.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Greiðandinn segir allt sem segja þarf.....

Lilja Skaftadóttir, 10.9.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband