Kreppuvæddir lifnaðarhættir

Ég fór í berjamó og týndi kynstrin öll af krækiberjum. Þegar ég vara að alast upp var búin til saft úr krækiberjum enda maukast þau ekki við suðu. En nú í heimilistækjavæðingunni er hægt að búa til krækiberjasultu. Ég síð bara berin með sykri (1/3 á móti berjunum í þyngd) í dálitla stund, kæli og set síðan í mixara til þess að mauka berin. Set síðan aftur í pottinn og síð í dálitla stund. Kæli örlítið og set þetta í krukkur og lokin á.

Flest stig þessa framleiðsluferlis eru skemmtileg að undanskildu því að hreinsa mosa og lyng úr berjunum þegar heim er komið úr berjamó.

Krækiberjasulta er bragðsterk en ljúffeng með heimabökuðu kreppu-hafrakexi eða ofan á hjónabandssælu. Einnig er hún ágæt með kjöti, t.d. gúllasi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fór í berjamó um daginn og týndi ég og dætur mínar bara smá til þess að hafa út á skyrið í nokkra daga.  Ég bý bara til rabbabarasultu og rifsberjahlaup. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.9.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rifsberjatréin eru hálf ræfilsleg hjá mér í ár.....verður sennilega lítið úr ribsberjasultu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ég væri til í að smakka !

Lilja Skaftadóttir, 10.9.2009 kl. 01:53

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Dóttir mín bað mig um að kaupa fyrir sig jarðaberjamarmelaði. Hmm, ég kannaðist ekki við svoleiðis og keypti sultu enda var hún að meina það. En hver er eiginlega munurinn á sultu og marmelaði?

Margrét Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 05:57

5 identicon

Ég gerði þetta um daginn og reif börk af einni sítrónu út í. Varð ferskara fyrir vikið en hélt krækiberjabragðinu. Mjög gaman, maður er að finna sína innri húsmóður hehe.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 08:12

6 Smámynd:

Já nú myndu langömmur okkar kætast

, 10.9.2009 kl. 10:34

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég fór í berjamó líka um daginn. En ég týndi bara bláber. Það virðist svo vera að bláberin hafi náð mikilli aukningu í vexti en krækiberin voru í yfirgnæfandi meirihluta á berjalöndum hér á árum fyrr. Það er jafnvel orðið fullt af aðalbláberumá mörgum stöðum líka. En hérna áður fyrr sáust þau varla nema þá á fáum stöðum.

hint: Góður berjastaður á bláberin eru uppi í Jafnaskógi fyrir ofan Hreðavatn í Borgarfirði. En þar má finna líka nokkuð af aðalbláberum. Þangað fer ég jafnan til týnslu og útiveru.

Ég hinsvegar borða berin eingöngu út á Skyr.

Guðni Karl Harðarson, 10.9.2009 kl. 11:09

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég bjó til nokkar krukkur um daginn af bláberja og krækiberjasultu, hvílíkt sælgæti og svo bakaði ég kreppuhafrakex í fyrrakvöld, himneskt saman. :-)

Kreppan hefur sín jákvæðu áhrif.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 10.9.2009 kl. 22:50

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Arinbjörn? Mér þætti gaman að fá uppskriftina að kreppuhafrakexi? Ertu til í að setja hana hér inn í athugasemd? Hvernig smakkast það annars?

Guðni Karl Harðarson, 11.9.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband